Það tekur því alltaf… Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. september 2015 09:00 Með hverju viðtalinu sem birtist við forsætisráðherrann virðist hann færast fjær því að ætla að taka á móti fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en þessum fimmtíu sem talað var um; hann er á flótta undan fyrirheitunum sem gefin voru fyrst þegar bylgja samúðar reis í samfélaginu með sýrlensku flóttafólki.Undankomubrella? Allt í einu er hann farinn að tjá sig með vífilengjum; tala um að ekki megi beina um of athygli að því fólki sem komið er til Evrópu til að leita ásjár – það dragi athyglina frá því fólki sem eigi um sárt að binda í Sýrlandi sjálfu. Ekki eigi með öðrum orðum að sinna þeim sem til okkar leita því að það gæti orðið til að draga athygli frá vanda þeirra sem ekki hafa enn komist til að leita til okkar. Vonandi hef ég misskilið hann en svona tal virkar á mann eins og hann sjái fyrir sér að Íslendingar eigi að láta þar við sitja að einbeita sér að því að styðja þau öfl sem líkleg séu til að koma á friði í Sýrlandi, jafnvel láta fé af hendi rakna. Það er að sjálfsögðu rétt – en útilokar ekki hitt, að taka á móti fleira flóttafólki. Þetta virkar eins og undankomubrella, svolítið eins og að neita manni með brunasár eftir eldsvoða um fyrstuhjálp á þeirri forsendu að nú ríði á að slökkva eldinn. Það tekur því alltaf að bjarga mannslífi. Fjármálaráðherrann hljómaði að vanda eins og dauflegt bergmál af síðasta leiðara Morgunblaðsins – en á öðrum ráðherrum mátti skilja að meiri myndarskapur í móttöku flóttamanna jafngilti „yfirboðum“, eins og málið snúist um eitthvað annað en þau mannslíf sem í húfi eru og bjarga má. Hér er reyndar rétt að undanskilja Eygló Harðardóttur, velferðarráðherrann í ríkisstjórninni, sem augljóslega er öll af vilja gerð í þessu máli eins og mörgum öðrum þar sem hún reynir að láta gott af sér leiða.Fólk að drukkna ha ha ha…Við þurfum að tala aðeins um Morgunblaðið. Auðvitað ríkir hér prentfrelsi og auðvitað mega allir kaupa og lesa Moggann sem það vilja – þó það nú væri. En það ber heldur engum skylda til að hafa velþóknun á því sem streymir frá þessari aflstöð neikvæðni og hleypidóma. Í Morgunblaðinu er sérstakur teiknari hafður í því að búa til gamanmál að hætti hússins, og hafa seinustu skrýtlurnar fjallað um eymd sýrlenskra flóttamanna, sökkvandi skip, drukknandi fólk. Sumir verja þessar myndir með vísan til þess að viðkomandi megi þetta víst – eins og það verði eitthvað fyndnara við það – og leggja þá að jöfnu skopteikningar með gríni um hugmyndafræði og kennisetningar á borð við íslam og svo þetta: að gera gys að allslausu fólki á flótta til að bjarga lífi sínu. En þetta er einmitt ekki sambærilegt: það má og á að gera grín að öllum hugmyndum sem mennirnir láta sér detta í hug, mannlegar hugmyndir eru aldrei heilagar, en deyjandi fólk er ekki sérlega heppilegur hláturvaki. Meðal þeirra verkefna sem téður teiknari innti af hendi var að búa til fyndna mynd um að það fé sem rennur til flóttafólks sé tekið af því fé sem ella rynni til aldraðra og öryrkja og annarra heilbrigðismála, og var árangurinn í fyndninni eins og til var stofnað. En maður verður stundum var við þetta sjónarmið: erum við nokkuð aflögufær hér? Er ekki nær að við hugsum um þá sem hér á meðal okkar eiga um sárt að binda? Þar með virðist gert ráð fyrir fastri upphæð handa bágstöddum sem sé til skiptanna, sem í sjálfu sér er fáránleg hugmynd. Sumir sitja og reikna baki brotnu þann ógurlega kostnað sem hljótist af því að bjarga erlendum mannslífum og veita fólki hér hæli, og er eins og aldrei hvarfli að neinum að þetta fólk kunni jafnvel eitthvað fyrir sér sem gagnast gæti öðrum og samfélaginu í heild. Aldrei virðist neinum af þessum áhyggjufullu reiknimeisturum detta í hug að flóttamaður dagsins kunni að vera logsuðumaður morgundagsins eða læknir, skúringameistari eða listamaður. Nú eða smiður, eins og hælisleitandinn Jósep, heitmaður Maríu. Fólk lítur almennt ekki á það sem lífsstarf eða köllun að vera hælisleitandi, eiga sér ekkert skjól. Það vill upp til hópa gera eitthvað, skapa sér heimili og tilveru, finna virði sitt og gildi í framtaki. Sjálfur hef ég aldrei skilið þá hugmynd að umsvif einnar manneskju séu til þess fallin að þrengja að mínum: að pólskur pylsugerðarmaður standi minni matargerð á einhvern hátt fyrir þrifum eða verkfræðingur frá Erítreu sé til þess fallinn að varpa skugga á hugsanlegt framlag mitt til verkfræðinnar. Fái fólk hér vinnu og þrífist það hér – sem alls ekki er sjálfgefið, í fásinninu og myrkrinu – þá nýtist það samfélaginu, burtséð frá því hvort það er leiðinlegt eða skemmtilegt, vont eða gott í málfræði, trúir á þennan guðinn eða hinn, er með langa þumalputta eða stutta – eða jafnvel enga – brúna húð eða föla. Það tekur því alltaf að bjarga mannslífi. Það gefur líka þeim sem réttir fram hjálparhönd tilfinningu fyrir eigin virði; og samfélagslegt átak til að taka á móti flóttafólki gefur okkur öllum þá kennd að hér ríki að minnsta kosti stundum og í sumum tilvikum, mannúð og kærleikur. Og kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Með hverju viðtalinu sem birtist við forsætisráðherrann virðist hann færast fjær því að ætla að taka á móti fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en þessum fimmtíu sem talað var um; hann er á flótta undan fyrirheitunum sem gefin voru fyrst þegar bylgja samúðar reis í samfélaginu með sýrlensku flóttafólki.Undankomubrella? Allt í einu er hann farinn að tjá sig með vífilengjum; tala um að ekki megi beina um of athygli að því fólki sem komið er til Evrópu til að leita ásjár – það dragi athyglina frá því fólki sem eigi um sárt að binda í Sýrlandi sjálfu. Ekki eigi með öðrum orðum að sinna þeim sem til okkar leita því að það gæti orðið til að draga athygli frá vanda þeirra sem ekki hafa enn komist til að leita til okkar. Vonandi hef ég misskilið hann en svona tal virkar á mann eins og hann sjái fyrir sér að Íslendingar eigi að láta þar við sitja að einbeita sér að því að styðja þau öfl sem líkleg séu til að koma á friði í Sýrlandi, jafnvel láta fé af hendi rakna. Það er að sjálfsögðu rétt – en útilokar ekki hitt, að taka á móti fleira flóttafólki. Þetta virkar eins og undankomubrella, svolítið eins og að neita manni með brunasár eftir eldsvoða um fyrstuhjálp á þeirri forsendu að nú ríði á að slökkva eldinn. Það tekur því alltaf að bjarga mannslífi. Fjármálaráðherrann hljómaði að vanda eins og dauflegt bergmál af síðasta leiðara Morgunblaðsins – en á öðrum ráðherrum mátti skilja að meiri myndarskapur í móttöku flóttamanna jafngilti „yfirboðum“, eins og málið snúist um eitthvað annað en þau mannslíf sem í húfi eru og bjarga má. Hér er reyndar rétt að undanskilja Eygló Harðardóttur, velferðarráðherrann í ríkisstjórninni, sem augljóslega er öll af vilja gerð í þessu máli eins og mörgum öðrum þar sem hún reynir að láta gott af sér leiða.Fólk að drukkna ha ha ha…Við þurfum að tala aðeins um Morgunblaðið. Auðvitað ríkir hér prentfrelsi og auðvitað mega allir kaupa og lesa Moggann sem það vilja – þó það nú væri. En það ber heldur engum skylda til að hafa velþóknun á því sem streymir frá þessari aflstöð neikvæðni og hleypidóma. Í Morgunblaðinu er sérstakur teiknari hafður í því að búa til gamanmál að hætti hússins, og hafa seinustu skrýtlurnar fjallað um eymd sýrlenskra flóttamanna, sökkvandi skip, drukknandi fólk. Sumir verja þessar myndir með vísan til þess að viðkomandi megi þetta víst – eins og það verði eitthvað fyndnara við það – og leggja þá að jöfnu skopteikningar með gríni um hugmyndafræði og kennisetningar á borð við íslam og svo þetta: að gera gys að allslausu fólki á flótta til að bjarga lífi sínu. En þetta er einmitt ekki sambærilegt: það má og á að gera grín að öllum hugmyndum sem mennirnir láta sér detta í hug, mannlegar hugmyndir eru aldrei heilagar, en deyjandi fólk er ekki sérlega heppilegur hláturvaki. Meðal þeirra verkefna sem téður teiknari innti af hendi var að búa til fyndna mynd um að það fé sem rennur til flóttafólks sé tekið af því fé sem ella rynni til aldraðra og öryrkja og annarra heilbrigðismála, og var árangurinn í fyndninni eins og til var stofnað. En maður verður stundum var við þetta sjónarmið: erum við nokkuð aflögufær hér? Er ekki nær að við hugsum um þá sem hér á meðal okkar eiga um sárt að binda? Þar með virðist gert ráð fyrir fastri upphæð handa bágstöddum sem sé til skiptanna, sem í sjálfu sér er fáránleg hugmynd. Sumir sitja og reikna baki brotnu þann ógurlega kostnað sem hljótist af því að bjarga erlendum mannslífum og veita fólki hér hæli, og er eins og aldrei hvarfli að neinum að þetta fólk kunni jafnvel eitthvað fyrir sér sem gagnast gæti öðrum og samfélaginu í heild. Aldrei virðist neinum af þessum áhyggjufullu reiknimeisturum detta í hug að flóttamaður dagsins kunni að vera logsuðumaður morgundagsins eða læknir, skúringameistari eða listamaður. Nú eða smiður, eins og hælisleitandinn Jósep, heitmaður Maríu. Fólk lítur almennt ekki á það sem lífsstarf eða köllun að vera hælisleitandi, eiga sér ekkert skjól. Það vill upp til hópa gera eitthvað, skapa sér heimili og tilveru, finna virði sitt og gildi í framtaki. Sjálfur hef ég aldrei skilið þá hugmynd að umsvif einnar manneskju séu til þess fallin að þrengja að mínum: að pólskur pylsugerðarmaður standi minni matargerð á einhvern hátt fyrir þrifum eða verkfræðingur frá Erítreu sé til þess fallinn að varpa skugga á hugsanlegt framlag mitt til verkfræðinnar. Fái fólk hér vinnu og þrífist það hér – sem alls ekki er sjálfgefið, í fásinninu og myrkrinu – þá nýtist það samfélaginu, burtséð frá því hvort það er leiðinlegt eða skemmtilegt, vont eða gott í málfræði, trúir á þennan guðinn eða hinn, er með langa þumalputta eða stutta – eða jafnvel enga – brúna húð eða föla. Það tekur því alltaf að bjarga mannslífi. Það gefur líka þeim sem réttir fram hjálparhönd tilfinningu fyrir eigin virði; og samfélagslegt átak til að taka á móti flóttafólki gefur okkur öllum þá kennd að hér ríki að minnsta kosti stundum og í sumum tilvikum, mannúð og kærleikur. Og kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun