Innlent

Annar hvellur í nótt og fyrramálið

Birgir Olgeirsson skrifar
Í nótt og í fyrramálið er spáð öðrum hvelli þegar ný lægð fer hratt nokkurn veginn í sömu slóð og hin fyrri.
Í nótt og í fyrramálið er spáð öðrum hvelli þegar ný lægð fer hratt nokkurn veginn í sömu slóð og hin fyrri. Vísir/Vilhelm
Í fyrramálið kann að verða ástæða fyrir forráðamenn til að fylgja ungum börnum í skólann þar sem önnur kröpp lægð er á leið yfir landið sunnan- og vestanvert árla morguns. Á þessum landsvæðum fóru líklega fáir  varhluta af hamaganginum sem fylgdi lægðinni síðastliðna nótt. Í tilkynningu frá Vátryggingafélagi Íslands er haft eftir Einari Sveinbjörnssyni hjá Veðurvaktinni að vindstyrkurinn verði litlu minni nú og vindáttin svipuð.

„Í nótt og í fyrramálið er spáð öðrum hvelli þegar ný lægð fer hratt nokkurn veginn í sömu slóð og hin fyrri. Það hvessir suðvestanlands skömmu fyrir miðnætti en allar líkur eru á að veðurhæð verði ekki alveg jafn mikil og síðustu nótt. Nú er spáð allt að 23 m/s meðalvindi í stað 25 m/s í gær. Á móti kemur að veðrið nær sennilega hámarki um fótaferðartíma í fyrramálið eða á milli klukkan 6 og 8 og geta hviður farið í 30-35 m/s. Upp frá því lægir heldur á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en á Snæfellsnesi verður hins vegar stormur fram á daginn.“

Er fólk hvatt til að ganga frá, fergja eða festa lausamuni tryggilega og jafnframt að hreinsa lauf og annað rusl úr niðurföllum og tryggja að vatn eigi greiða leið bæði að þeim og niður úr.

Búast má við öðrum veðurhvelli í nótt og fram á morgun. Við hvetjum fólk til að fergja þá muni sem ekki fuku í nótt og g...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Wednesday, September 9, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×