Drög að nýjum útlendingalögum kynnt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2015 08:00 Óttarr segir að flóttamannavandinn í okkar heimshluta hafi ýtt undir aðgerðir. Frá búðum flóttamanna í Austurríki. nordicphotos/afp „Það má segja að grunnhugsunin á bak við drögin sé sú að stuðla að mannúð og tryggja að Ísland sé að standa við alþjóðasamninga um þessi málefni. Þá er verið að reyna að tryggja og bæta skilvirkni í kerfinu, bæði gagnvart stjórnsýslu og gagnvart þeim sem vinna í málaflokknum til þess að auka þjónustu,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, um drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga sem þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í gær í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Óttarr leiðir nefndina en auk hans sitja í henni alþingismennirnir Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á komandi haustþingi. „Þingmannanefndin hefur haft samráð við fjölda aðila um verkefnið og hefur það samráð skilað mjög miklu að mínu mati. Við höfum haft það að leiðarljósi að bæta íslenska löggjöf um útlendinga í samráði við helstu sérfræðinga á sviðinu, háskólasamfélagið og sjálfa notendur kerfisins,“ segir Óttar og bætir við að með frumvarpinu sé reynt að koma til móts við auknar kröfur um samkeppnishæfni Íslands og sjá til þess að íslensk löggjöf sé leiðandi í málum er varða mannréttindi. Að sögn Óttars er meðal helstu nýmæla í frumvarpinu að stuðla að samræmingu á milli laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá verður dvalarleyfaflokkum breytt og skilyrði dvalarleyfa einfölduð þar sem til dæmis er lögð áhersla á að koma til móts við aðstæður atvinnulífsins og vinnumarkaðar og háskóla- og vísindasamfélagsins. Auk þess fara öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Óttarr Proppé, ?þingmaður ?Bjartrar framtíðar.Sama gildir um kærumál sem munu öll berast til kærunefndar útlendingamála. „Það má segja að það sé verið að reyna að þróa lagabókstafinn þannig að hann standi betur í takt við raunveruleikann eins og hann er í dag. Það eru líka breytingar í umhverfinu, til dæmis er flóttamannavandinn í okkar heimshluta farinn að aukast og eins er algengara að fólk fari á milli landa vegna atvinnu eða náms. Við Íslendingar þekkjum það eins og með brottflutninga til Noregs,“ segir Óttarr. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
„Það má segja að grunnhugsunin á bak við drögin sé sú að stuðla að mannúð og tryggja að Ísland sé að standa við alþjóðasamninga um þessi málefni. Þá er verið að reyna að tryggja og bæta skilvirkni í kerfinu, bæði gagnvart stjórnsýslu og gagnvart þeim sem vinna í málaflokknum til þess að auka þjónustu,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, um drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga sem þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í gær í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Óttarr leiðir nefndina en auk hans sitja í henni alþingismennirnir Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á komandi haustþingi. „Þingmannanefndin hefur haft samráð við fjölda aðila um verkefnið og hefur það samráð skilað mjög miklu að mínu mati. Við höfum haft það að leiðarljósi að bæta íslenska löggjöf um útlendinga í samráði við helstu sérfræðinga á sviðinu, háskólasamfélagið og sjálfa notendur kerfisins,“ segir Óttar og bætir við að með frumvarpinu sé reynt að koma til móts við auknar kröfur um samkeppnishæfni Íslands og sjá til þess að íslensk löggjöf sé leiðandi í málum er varða mannréttindi. Að sögn Óttars er meðal helstu nýmæla í frumvarpinu að stuðla að samræmingu á milli laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá verður dvalarleyfaflokkum breytt og skilyrði dvalarleyfa einfölduð þar sem til dæmis er lögð áhersla á að koma til móts við aðstæður atvinnulífsins og vinnumarkaðar og háskóla- og vísindasamfélagsins. Auk þess fara öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Óttarr Proppé, ?þingmaður ?Bjartrar framtíðar.Sama gildir um kærumál sem munu öll berast til kærunefndar útlendingamála. „Það má segja að það sé verið að reyna að þróa lagabókstafinn þannig að hann standi betur í takt við raunveruleikann eins og hann er í dag. Það eru líka breytingar í umhverfinu, til dæmis er flóttamannavandinn í okkar heimshluta farinn að aukast og eins er algengara að fólk fari á milli landa vegna atvinnu eða náms. Við Íslendingar þekkjum það eins og með brottflutninga til Noregs,“ segir Óttarr.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira