Innlent

Tímamót í sögu hús- og minjaverndar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hvanneyri.
Hvanneyri. vísir/hörður sveinsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirritaði í dag skjal til vitnis um heildarfriðlýsingu Hvanneyrar í Borgarfirði og markar friðlýsingin tímamót í sögu hús- og minjaverndar á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn hér á landi sem heildarfriðlýsing ákveðinnar byggðar með byggingum, minjum og mannvistarleifum innan afmarkaðs svæðis á sér stað.

Frumkvæði að friðarlýsingunni kemur frá heimamönnum sem í júní í fyrra sendu Minjastofnun Íslands ósk um að hún hefðist handa við undirbúning tillögu til forsætisráðherra um friðlýsingu Hvanneyrar. Friðlýsingin nær til níu bygginga og margvíslegra minja um landbúnaðarkennsluna, allt frá því skömmu fyrir aldamótin 1900 innan afmarkaðs svæðis sem er 105 hektarar að stærð. Byggingarnar eru flestar teiknaðar af fyrstu menntuðu húsasmíðameisturunum hér á landi og mynda samstæða heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×