Innlent

Unglingar brutust inn í hús í Laugardal

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Holtavegi í Laugardal
Frá Holtavegi í Laugardal vísir/stefán
Þrír ungir menn reyndu að brjóta sér leið inn í hús við Holtaveg í Laugardal skömmu eftir klukkan tvö í nótt.

Mennirnir voru sextán og sautján ára gamlir og voru handteknir skömmu síðar, er fram kemur í dagbókarfærslu lögreglu um málið.

Málið var afgreitt með aðkomu foreldra piltanna.

Lögreglan hafði þá einnig í nógu að snúast í öðrum hlutum borgarinnar.  Ungur maður var stöðvaður í annarlegu ástandi á Bankastræti skömmu fyrir klukkan fimm í nótt. Hann var vistaður í fangageymslu vegna ástands en fyrir vistun fundust ætluð fíkniefni í vösum mannsins.

Þá var ræktun fíkniefna stöðvuð í austurhluta höfuðborgarsvæðisins og einn vistaður í fangageymslu í tengslum við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×