Aðstoðarmaður ráðherra minnist kærastans sem kenndi henni að meta lífið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2015 15:58 Þórdís á í dag mann og lítinn dreng. Mynd/Þórdís „29. júní situr alltaf þungt í hjarta mínu, þegar lögreglan hringdi, ég þurfti að færa þeirri sem elskaði hann mest fréttirnar og að fá fréttirnar á sjúkrahúsinu,“ skrifaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í stöðuuppfærslu á Facebook í gær um fyrrverandi kærasta sinn sem lést í hörmulegu vinnuslysi á Grundartanga fyrir fimm árum. Færslan er afar hjartnæm og í henni minnir hún á hversu mikilvægt það er að njóta lífsins og hætta að röfla. „Takk fyrir tímann okkar og takk fólkið mitt fyrir að bera mig uppi þann tíma sem ég gat með engu móti gert það sjálf. Njótið, þakkið fyrir ykkur, hlæið, brosið og hættið að röfla. Við erum heppin að fá að taka þátt í lífinu.“ Kærasti Þórdísar hét Óskar Stefánsson og lést þegar sprenging varð í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga þann 29. júní 2010. Þetta er eina banaslysið sem orðið hefur þar frá því að verksmiðjan tók til starfa. Óskar hafði unnið hjá verksmiðjunni í tvö ár þegar slysið varð og var vanur og góður starfsmaður að sögn forstjóra Elkem á þeim tíma.Hér sést Þórdís ásamt Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, en hún starfar sem aðstoðarmaður hennar. Með henni á myndinni er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sjálfstæðiskona.Mynd/Þórdís„Kennt mér á lífið, kennt mér að gagnrýna“ Óskar brenndist illa og lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítalans stuttu eftir slysið. Fimm manna rannsóknarnefnd á vegum Elkem rannsakaði hvað það var sem orsakaði sprengju í einum af þremur ofnum verksmiðjunnar. Þórdís og Óskar voru saman í þrjú ár. Þórdís minntist hans í gær með miklum hlýhug. „Nú eru fimm ár liðin frá því Óskar dó. Hann hafði verið kærasti minn í þrjú ár, kennt mér á lífið, kennt mér að gagnrýna,“ skrifaði hún en eins og hún bendir sjálf á þá er það mikilvægur hluti hennar starfs í innanríkisráðuneytinu að geta gagnrýnt. „Kennt mér að drekka rauðvín (sem ég elska), kennt mér að efast - sem er mjög mikilvægt, sérstaklega þegar maður vinnur með valdhöfum og í stjórnmálum.“ Þórdís tók við stöðu aðstoðarmanns Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, nú í desember.Erfitt að hugsa til dóttur hans „Hann hafði skrítna trú á mér - og ég er honum svo þakklát fyrir tíma okkar saman. 29. júní situr alltaf þungt í hjarta mínu, þegar lögreglan hringdi, ég þurfti að færa þeirri sem elskaði hann mest fréttirnar og að fá fréttirnar á sjúkrahúsinu. Mér fannst erfitt að heyra nýtt lag með hljómsveit sem hann elskaði, lesa um nýjan bjór sem hann hefði átt að fá að smakka, líta til annarra landa sem hann hefði átt að fá að heimsækja og hugsa til dóttur hans sem hefði átt að fá að njóta hans. En taki maður það góða þá skildi hann eftir sig svo margt gott og ég ætla að vera sjálfhverf og þakka fyrir það sem hann kenndi mér - því ég tók það allt til mín og þakka fyrir - á hverjum degi - fyrir son minn, fólkið mitt, tækifærin mín og líf mitt.“Nú eru fimm ár liðin frá því Óskar dó. Hann hafði verið kærasti minn í þrjú ár, kennt mér á lífið, kennt mér að gagnrýna...Posted by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir on Friday, July 3, 2015 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
„29. júní situr alltaf þungt í hjarta mínu, þegar lögreglan hringdi, ég þurfti að færa þeirri sem elskaði hann mest fréttirnar og að fá fréttirnar á sjúkrahúsinu,“ skrifaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í stöðuuppfærslu á Facebook í gær um fyrrverandi kærasta sinn sem lést í hörmulegu vinnuslysi á Grundartanga fyrir fimm árum. Færslan er afar hjartnæm og í henni minnir hún á hversu mikilvægt það er að njóta lífsins og hætta að röfla. „Takk fyrir tímann okkar og takk fólkið mitt fyrir að bera mig uppi þann tíma sem ég gat með engu móti gert það sjálf. Njótið, þakkið fyrir ykkur, hlæið, brosið og hættið að röfla. Við erum heppin að fá að taka þátt í lífinu.“ Kærasti Þórdísar hét Óskar Stefánsson og lést þegar sprenging varð í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga þann 29. júní 2010. Þetta er eina banaslysið sem orðið hefur þar frá því að verksmiðjan tók til starfa. Óskar hafði unnið hjá verksmiðjunni í tvö ár þegar slysið varð og var vanur og góður starfsmaður að sögn forstjóra Elkem á þeim tíma.Hér sést Þórdís ásamt Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, en hún starfar sem aðstoðarmaður hennar. Með henni á myndinni er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sjálfstæðiskona.Mynd/Þórdís„Kennt mér á lífið, kennt mér að gagnrýna“ Óskar brenndist illa og lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítalans stuttu eftir slysið. Fimm manna rannsóknarnefnd á vegum Elkem rannsakaði hvað það var sem orsakaði sprengju í einum af þremur ofnum verksmiðjunnar. Þórdís og Óskar voru saman í þrjú ár. Þórdís minntist hans í gær með miklum hlýhug. „Nú eru fimm ár liðin frá því Óskar dó. Hann hafði verið kærasti minn í þrjú ár, kennt mér á lífið, kennt mér að gagnrýna,“ skrifaði hún en eins og hún bendir sjálf á þá er það mikilvægur hluti hennar starfs í innanríkisráðuneytinu að geta gagnrýnt. „Kennt mér að drekka rauðvín (sem ég elska), kennt mér að efast - sem er mjög mikilvægt, sérstaklega þegar maður vinnur með valdhöfum og í stjórnmálum.“ Þórdís tók við stöðu aðstoðarmanns Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, nú í desember.Erfitt að hugsa til dóttur hans „Hann hafði skrítna trú á mér - og ég er honum svo þakklát fyrir tíma okkar saman. 29. júní situr alltaf þungt í hjarta mínu, þegar lögreglan hringdi, ég þurfti að færa þeirri sem elskaði hann mest fréttirnar og að fá fréttirnar á sjúkrahúsinu. Mér fannst erfitt að heyra nýtt lag með hljómsveit sem hann elskaði, lesa um nýjan bjór sem hann hefði átt að fá að smakka, líta til annarra landa sem hann hefði átt að fá að heimsækja og hugsa til dóttur hans sem hefði átt að fá að njóta hans. En taki maður það góða þá skildi hann eftir sig svo margt gott og ég ætla að vera sjálfhverf og þakka fyrir það sem hann kenndi mér - því ég tók það allt til mín og þakka fyrir - á hverjum degi - fyrir son minn, fólkið mitt, tækifærin mín og líf mitt.“Nú eru fimm ár liðin frá því Óskar dó. Hann hafði verið kærasti minn í þrjú ár, kennt mér á lífið, kennt mér að gagnrýna...Posted by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir on Friday, July 3, 2015
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira