Varar eldri borgara við: Segir fjárglæframenn hafa áreitt aldraða móður hennar Bjarki Ármannsson skrifar 5. júlí 2015 12:21 Maðurinn er sagður hafa áreitt móður Rúnu á heimili hennar í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Vísir „Hún var skíthrædd, því hann var svo ágengur,“ segir Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir um manninn sem áreitti aldraða móður hennar síðastliðinn föstudag. „Fólk á þessum aldri hefur ekkert viðnám til að standa í mönnum sem kunna taktíkina.“ Rúna greinir frá því á Facebook-síðu sinni hvernig maður heimsótti móður hennar í Smáíbúðahverfinu fyrir helgi undir því yfirskyni að vilja bjóða henni garðþjónustu. Hann hafi ekki látið undan fyrr en hann fékk að skoða garð konunnar og þá boðið henni að losa við illgresi og mosa fyrir milljón krónur. „Hann sagðist vera Íri, en hún greindi samt ekki írskan hreim,“ segir í færslu Rúnu, sem vakið hefur mikla athygli á Facebook. „Gamla konan hrekkur í kút og stamar út úr sér að henni finnist þetta nú ansi dýrt og þá fer hann að gerast ágengur. Hann segir við hana að hann geti þá bara gert þetta í hlutum, hann geti byrjað framan til við húsið og það muni aðeins kosta 300 þúsund krónur!“Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir.Að sögn Rúnu lét maðurinn mótbárur móður hennar sem vind um eyru þjóta, kvaddi og sagðist ætla að koma aftur morguninn eftir. Hann hafi svo mætt í gær með tveimur öðrum, en enginn þeirra verið í vinnufötum eða með verkfæri. Dóttir Rúnu og kærasti hennar hafi þó verið stödd í húsinu og þeim hafi tekist að reka mennina, sem þá hafi verið mjög dónalegir og orðljótir, í burtu og þau síðan gefið lögreglu upp bílnúmer mannanna.Móðir sín stressuð og kvíðin eftir atvikið „Lögreglan hafði ekkert heyrt um þetta áður,“ segir Rúna í samtali við Vísi. „En þeir voru mjög þakklátir fyrir að heyra af þessu, þeir eru þá viðbúnir ef þeir fá fleiri kvartanir.“ Rúna segir að lögreglan geti þó lítið gert þar sem mennirnir hafi ekki framið neinn glæp. Það sé þó nokkuð ljóst að um einhvers konar fjárglæframenn sé að ræða. „Ég vildi bara koma þessu á framfæri, því það var mjög oft rætt um þetta í fjölmiðlum þegar ég bjó á Englandi,“ segir Rúna. „Að vara gamla fólkið við að láta ekki undan pressunni þegar svona menn koma og ganga svona hart að þeim.“ Hún segir móður sína ennþá að ná sér eftir atvikið. Hún eigi ekki von á því að mennirnir komi aftur úr þessu, en þó skiptist hún og bræður hennar á að „vakta“ móður sína auk þess sem starfsmenn Securitas hafi boðist til þess að keyra framhjá heimilinu nokkrum sinnum næstu nætur. „Hún hefur náttúrulega aldrei lent í neinu svona,“ segir Rúna um móður sína. „Síðan er hún búin að vera rosalega stressuð og kvíðin. Ég vildi bara koma þessari viðvörun út til eldri borgara, sem kannski eiga frekar erfitt með að verja sig.“VIÐVÖRUN ***** (Pínu langt, en mikilvægt!!) Ég vil vara fólk við erlendum mönnum sem eru að öllum líkindum að nýta sér...Posted by Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir on 4. júlí 2015 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
„Hún var skíthrædd, því hann var svo ágengur,“ segir Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir um manninn sem áreitti aldraða móður hennar síðastliðinn föstudag. „Fólk á þessum aldri hefur ekkert viðnám til að standa í mönnum sem kunna taktíkina.“ Rúna greinir frá því á Facebook-síðu sinni hvernig maður heimsótti móður hennar í Smáíbúðahverfinu fyrir helgi undir því yfirskyni að vilja bjóða henni garðþjónustu. Hann hafi ekki látið undan fyrr en hann fékk að skoða garð konunnar og þá boðið henni að losa við illgresi og mosa fyrir milljón krónur. „Hann sagðist vera Íri, en hún greindi samt ekki írskan hreim,“ segir í færslu Rúnu, sem vakið hefur mikla athygli á Facebook. „Gamla konan hrekkur í kút og stamar út úr sér að henni finnist þetta nú ansi dýrt og þá fer hann að gerast ágengur. Hann segir við hana að hann geti þá bara gert þetta í hlutum, hann geti byrjað framan til við húsið og það muni aðeins kosta 300 þúsund krónur!“Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir.Að sögn Rúnu lét maðurinn mótbárur móður hennar sem vind um eyru þjóta, kvaddi og sagðist ætla að koma aftur morguninn eftir. Hann hafi svo mætt í gær með tveimur öðrum, en enginn þeirra verið í vinnufötum eða með verkfæri. Dóttir Rúnu og kærasti hennar hafi þó verið stödd í húsinu og þeim hafi tekist að reka mennina, sem þá hafi verið mjög dónalegir og orðljótir, í burtu og þau síðan gefið lögreglu upp bílnúmer mannanna.Móðir sín stressuð og kvíðin eftir atvikið „Lögreglan hafði ekkert heyrt um þetta áður,“ segir Rúna í samtali við Vísi. „En þeir voru mjög þakklátir fyrir að heyra af þessu, þeir eru þá viðbúnir ef þeir fá fleiri kvartanir.“ Rúna segir að lögreglan geti þó lítið gert þar sem mennirnir hafi ekki framið neinn glæp. Það sé þó nokkuð ljóst að um einhvers konar fjárglæframenn sé að ræða. „Ég vildi bara koma þessu á framfæri, því það var mjög oft rætt um þetta í fjölmiðlum þegar ég bjó á Englandi,“ segir Rúna. „Að vara gamla fólkið við að láta ekki undan pressunni þegar svona menn koma og ganga svona hart að þeim.“ Hún segir móður sína ennþá að ná sér eftir atvikið. Hún eigi ekki von á því að mennirnir komi aftur úr þessu, en þó skiptist hún og bræður hennar á að „vakta“ móður sína auk þess sem starfsmenn Securitas hafi boðist til þess að keyra framhjá heimilinu nokkrum sinnum næstu nætur. „Hún hefur náttúrulega aldrei lent í neinu svona,“ segir Rúna um móður sína. „Síðan er hún búin að vera rosalega stressuð og kvíðin. Ég vildi bara koma þessari viðvörun út til eldri borgara, sem kannski eiga frekar erfitt með að verja sig.“VIÐVÖRUN ***** (Pínu langt, en mikilvægt!!) Ég vil vara fólk við erlendum mönnum sem eru að öllum líkindum að nýta sér...Posted by Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir on 4. júlí 2015
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira