Varar eldri borgara við: Segir fjárglæframenn hafa áreitt aldraða móður hennar Bjarki Ármannsson skrifar 5. júlí 2015 12:21 Maðurinn er sagður hafa áreitt móður Rúnu á heimili hennar í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Vísir „Hún var skíthrædd, því hann var svo ágengur,“ segir Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir um manninn sem áreitti aldraða móður hennar síðastliðinn föstudag. „Fólk á þessum aldri hefur ekkert viðnám til að standa í mönnum sem kunna taktíkina.“ Rúna greinir frá því á Facebook-síðu sinni hvernig maður heimsótti móður hennar í Smáíbúðahverfinu fyrir helgi undir því yfirskyni að vilja bjóða henni garðþjónustu. Hann hafi ekki látið undan fyrr en hann fékk að skoða garð konunnar og þá boðið henni að losa við illgresi og mosa fyrir milljón krónur. „Hann sagðist vera Íri, en hún greindi samt ekki írskan hreim,“ segir í færslu Rúnu, sem vakið hefur mikla athygli á Facebook. „Gamla konan hrekkur í kút og stamar út úr sér að henni finnist þetta nú ansi dýrt og þá fer hann að gerast ágengur. Hann segir við hana að hann geti þá bara gert þetta í hlutum, hann geti byrjað framan til við húsið og það muni aðeins kosta 300 þúsund krónur!“Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir.Að sögn Rúnu lét maðurinn mótbárur móður hennar sem vind um eyru þjóta, kvaddi og sagðist ætla að koma aftur morguninn eftir. Hann hafi svo mætt í gær með tveimur öðrum, en enginn þeirra verið í vinnufötum eða með verkfæri. Dóttir Rúnu og kærasti hennar hafi þó verið stödd í húsinu og þeim hafi tekist að reka mennina, sem þá hafi verið mjög dónalegir og orðljótir, í burtu og þau síðan gefið lögreglu upp bílnúmer mannanna.Móðir sín stressuð og kvíðin eftir atvikið „Lögreglan hafði ekkert heyrt um þetta áður,“ segir Rúna í samtali við Vísi. „En þeir voru mjög þakklátir fyrir að heyra af þessu, þeir eru þá viðbúnir ef þeir fá fleiri kvartanir.“ Rúna segir að lögreglan geti þó lítið gert þar sem mennirnir hafi ekki framið neinn glæp. Það sé þó nokkuð ljóst að um einhvers konar fjárglæframenn sé að ræða. „Ég vildi bara koma þessu á framfæri, því það var mjög oft rætt um þetta í fjölmiðlum þegar ég bjó á Englandi,“ segir Rúna. „Að vara gamla fólkið við að láta ekki undan pressunni þegar svona menn koma og ganga svona hart að þeim.“ Hún segir móður sína ennþá að ná sér eftir atvikið. Hún eigi ekki von á því að mennirnir komi aftur úr þessu, en þó skiptist hún og bræður hennar á að „vakta“ móður sína auk þess sem starfsmenn Securitas hafi boðist til þess að keyra framhjá heimilinu nokkrum sinnum næstu nætur. „Hún hefur náttúrulega aldrei lent í neinu svona,“ segir Rúna um móður sína. „Síðan er hún búin að vera rosalega stressuð og kvíðin. Ég vildi bara koma þessari viðvörun út til eldri borgara, sem kannski eiga frekar erfitt með að verja sig.“VIÐVÖRUN ***** (Pínu langt, en mikilvægt!!) Ég vil vara fólk við erlendum mönnum sem eru að öllum líkindum að nýta sér...Posted by Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir on 4. júlí 2015 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Hún var skíthrædd, því hann var svo ágengur,“ segir Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir um manninn sem áreitti aldraða móður hennar síðastliðinn föstudag. „Fólk á þessum aldri hefur ekkert viðnám til að standa í mönnum sem kunna taktíkina.“ Rúna greinir frá því á Facebook-síðu sinni hvernig maður heimsótti móður hennar í Smáíbúðahverfinu fyrir helgi undir því yfirskyni að vilja bjóða henni garðþjónustu. Hann hafi ekki látið undan fyrr en hann fékk að skoða garð konunnar og þá boðið henni að losa við illgresi og mosa fyrir milljón krónur. „Hann sagðist vera Íri, en hún greindi samt ekki írskan hreim,“ segir í færslu Rúnu, sem vakið hefur mikla athygli á Facebook. „Gamla konan hrekkur í kút og stamar út úr sér að henni finnist þetta nú ansi dýrt og þá fer hann að gerast ágengur. Hann segir við hana að hann geti þá bara gert þetta í hlutum, hann geti byrjað framan til við húsið og það muni aðeins kosta 300 þúsund krónur!“Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir.Að sögn Rúnu lét maðurinn mótbárur móður hennar sem vind um eyru þjóta, kvaddi og sagðist ætla að koma aftur morguninn eftir. Hann hafi svo mætt í gær með tveimur öðrum, en enginn þeirra verið í vinnufötum eða með verkfæri. Dóttir Rúnu og kærasti hennar hafi þó verið stödd í húsinu og þeim hafi tekist að reka mennina, sem þá hafi verið mjög dónalegir og orðljótir, í burtu og þau síðan gefið lögreglu upp bílnúmer mannanna.Móðir sín stressuð og kvíðin eftir atvikið „Lögreglan hafði ekkert heyrt um þetta áður,“ segir Rúna í samtali við Vísi. „En þeir voru mjög þakklátir fyrir að heyra af þessu, þeir eru þá viðbúnir ef þeir fá fleiri kvartanir.“ Rúna segir að lögreglan geti þó lítið gert þar sem mennirnir hafi ekki framið neinn glæp. Það sé þó nokkuð ljóst að um einhvers konar fjárglæframenn sé að ræða. „Ég vildi bara koma þessu á framfæri, því það var mjög oft rætt um þetta í fjölmiðlum þegar ég bjó á Englandi,“ segir Rúna. „Að vara gamla fólkið við að láta ekki undan pressunni þegar svona menn koma og ganga svona hart að þeim.“ Hún segir móður sína ennþá að ná sér eftir atvikið. Hún eigi ekki von á því að mennirnir komi aftur úr þessu, en þó skiptist hún og bræður hennar á að „vakta“ móður sína auk þess sem starfsmenn Securitas hafi boðist til þess að keyra framhjá heimilinu nokkrum sinnum næstu nætur. „Hún hefur náttúrulega aldrei lent í neinu svona,“ segir Rúna um móður sína. „Síðan er hún búin að vera rosalega stressuð og kvíðin. Ég vildi bara koma þessari viðvörun út til eldri borgara, sem kannski eiga frekar erfitt með að verja sig.“VIÐVÖRUN ***** (Pínu langt, en mikilvægt!!) Ég vil vara fólk við erlendum mönnum sem eru að öllum líkindum að nýta sér...Posted by Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir on 4. júlí 2015
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira