Innlent

Vélarbilun í tveimur strandveiðibátum

Gissur Sigurðsson skrifar
Aðrir fiskibátar tóku þá í tog og drógu til hafna. Mynd úr safni.
Aðrir fiskibátar tóku þá í tog og drógu til hafna. Mynd úr safni. Vísir/Pjetur
Vélarbilun varð í tveimur strandveiðibátum í  gærkvöldi  og einum í nótt. Í  öllum  tilvikum tóku aðrir fiskibátar þá í tog og drógu til hafna og var gott veður og sjólag á þessum slóðum og því ekki hætta á ferðum.

Annars ganga strandveiðarnar vel og eru bátarnir búnir að veiða tæplega fimm þúsund tonn af þeim átta þúsund tonnum sem þeir mega veiða í sumar.

Best hefur gengið á 
norðvestursvæðinu  frá Snæfellsnesi og inn í Ísafjarðardjúp. Liðlega 500 strandveiðibátar voru á sjó í gær og er útlit fyrir að fjöldinn verði álíka í dag.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×