Innlent

Dagur hótar enn hærri sekt en 20.000 krónum fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða

Birgir Olgeirsson skrifar
Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er afdráttarlaus á samfélagsmiðlunum Twitter þar sem hann boðar enn frekari hækkanir á sektum við því að leggja bifreið í stæði fyrir hreyfihamlaða án heimildar. Bílastæðasjóður tilkynnti í dag að sektir muni tvöfaldast 1. ágúst næstkomandi og fara þá sektir fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða úr 10 þúsund krónum í 20 þúsund krónur.

Sjá einnig: Sektir fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða tvöfaldast

„Þetta er alveg skýrt: Við byrjum á tvöföldun sekta, en förum hærra ef ófatlaðir hætta ekki að leggja í þessi stæði,“ skrifar Dagur á Twitter.

Stöðvunarbrotagjöld vegna annarra stöðubrota fara úr fimm þúsund krónum í tíu þúsund krónur en það eru brot á borð við lagningu bifreiðar á gangstétt, gangbraut, vegamótum, í stæði fyrir hópbifreiðir eða þar sem umferðarmerki gefur til kynna bann við lagningu/stöðvun bifreiðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×