Innlent

Sektir fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða tvöfaldast

Birgir Olgeirsson skrifar
Hækkunin er umtalsverð en áður var sektin fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða 10 þúsund krónur.
Hækkunin er umtalsverð en áður var sektin fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða 10 þúsund krónur. Vísir/Pjetur
Þann 1. ágúst næstkomandi tekur í hildi hækkun stöðubrotsgjalda.

Á vef Bílastæðasjóðs kemur fram að stöðvunarbrotagjald fyrir lagningar bifreiðar í stæði fyrir hreyfihamlaða án heimildar verði 20 þúsund krónur eftir hækkunina. Þessi hækkun er umtalsverð en áður var sektin fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða 10 þúsund krónur.

Stöðvunarbrotagjald vegna annarra stöðubrota verður 10 þúsund krónur. Eru það brot á borð við lagningu bifreiðar á gangstétt, gangbraut, vegamótum, í stæði fyrir hópbifreiðir eða þar sem umferðarmerki gefur til kynna bann við lagningu/stöðvun bifreiðar. Sektin fer úr 5000 krónum í 10 þúsund krónur.

Veittur er 1.100 kr. afsláttur ef greitt er í bankastofnun eða heimabanka innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins.

Gjald sem er ógreitt 14 dögum frá álagningu gjaldsins tekur 50% hækkunum og sé það ógreitt 28 dögum eftir álagningu tekur það 100% hækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×