Innlent

Lausafé Íslandspósts á þrotum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Allt verður gert til að tryggja að starfsfólk fái laun sín greidd.
Allt verður gert til að tryggja að starfsfólk fái laun sín greidd. vísir/arnþór
Handbært fé Íslandspósts hefur lækkað um tvo milljaraða króna frá árinu 2004. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Viðskiptablaðsins frá í dag. Lausafé er nær uppurið og ekki verður hægt að greiða út laun eða standa við skuldbindingar nema aukið lánsfé komi til.

„Tapreksturinn er fjármagnaður með lánsfé, það er bara þannig,“ segir Helga Sigríður Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs í samtali við blaðið. Nýir kjarasamningar, sem enn á eftir að samþykkja í Póstmannafélaginu, hafi mikil áhrif. „Það bara fer að styttast í annan endan.“

Eiríkur Haukur Hauksson, formaður stjórnar Íslandspósts, segir að allt muni vera gert til að tryggja að starfsfólk fyrirtækisins fái laun sín greidd. Haldi bréfamagn hins vegar áfram að minnka og ekkert yrði að gert gæti sú staða komið upp að ekki takist að greiða laun. „En það kemur ekki til þess,“ segir Eiríkur.


Tengdar fréttir

Einkaleyfi Íslandspósts afnumið á haustþingi

Innanríkisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um afnám einkaréttar Íslandspósts á póstþjónustu á haustþingi. Auk þess vill hún að Íslandspóstur sé seldur. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um málefni Íslandspósts á Alþingi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×