Innlent

Gerðu jógaæfingar við Hörpu í blíðskaparveðri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi fólks tók þátt í alþjóðlega jógadeginum í dag.
Fjöldi fólks tók þátt í alþjóðlega jógadeginum í dag. vísir/egill aðalsteinsson
21. júní er alþjóðlegur jógadagur og er haldinn hátíðlegur um allan heim að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Haldið var formlega upp á daginn hér á landi í fyrsta sinn í ár og stóðu Jógakennarafélag Íslands og sendiráð Indlands á Íslands að baki hátíðinni hér.

Jógahátíð var haldin í og við Hörpu í tilefni dagsins þar sem ýmsir jógakennarar kynntu og kenndu jóga. Var gestum og gangandi boðið að taka þátt í jógatímum.

Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður Stöðvar 2, var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir við Hörpu í dag. 

Má ekki segja að það hafi verið fullkomið veður fyrir jóga undir berum himni í dag?vísir/egill aðalsteinsson
Ýmsir jógakennarar kynntu og kenndu jóga í dag.vísir/egill aðalsteinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×