Fór beint úr Kvennó að læra sjómennsku stefán rafn sigurbjörnsson skrifar 22. júní 2015 09:45 Við stýrið. Birgitta hefur margoft stýrt seglskipinu. Fréttablaðið/Andri Marinó „Það getur verið frekar mikil prumpulykt hérna á næturnar,“ segir Birgitta Michaelsdóttir, nemandi á skólaskipinu Georg Stage. „Við erum 60 manns um borð í skipinu og það getur verið mjög þröngt. Við búum í einu rými neðan þilja þar sem við sofum, borðum og förum í kennslustundir. Síðan sofum við í hengirúmum á næturnar og það verður afar þröngt. Þetta er mikil áskorun en mjög skemmtilegt,“ segir hún. Birgitta, sem er tvítug, ákvað eftir útskrift úr Kvennaskólanum að prófa eitthvað algerlega nýtt. Hún flutti til Danmerkur og sótti um nám í sjómennsku á skólaskipinu Georg Stage. „Mig langaði að gera eitthvað nýtt og mig langaði aðallega til að ferðast,“ segir hún.Stýrt með handafli Sjö kílómetrar af reipi eru um borð í Georg Stage.Georg Stage er danskt skólaskip og þriggja mastra seglskúta sem var smíðuð árið 1934. „Maðurinn sem lét smíða skipið nefndi það eftir syni sínum sem dó ungur,“ segir Birgitta. Skipið er nefnt eftir Georg Stage, syni Fredriks Stage, sem dó úr berklum árið 1880. Sýn Fredriks var að efla þjálfun danskra sjómanna með verklegum aðferðum og lét hann því smíða upphaflega skólaskipið Georg Stage árið 1882, seinna skipið var smíðað árið 1934. Nemendur á skipinu munu verða á siglingu í fimm mánuði um Norður-Atlantshaf. „Við höfum komið við á Englandi og Írlandi, erum núna á Íslandi og munum síðan koma við í Færeyjum, Orkneyjum, Kristiansand, Álaborg og Kristjánsey,“ segir Birgitta. „Hér lærum við allt sem sjómenn þurfa að kunna sem þýðir að við lærum hluti eins og siglingafræði og vélfræði. Við lærum allt um skip, ekki bara seglskip. Lærum til dæmis hvernig skrúfan virkar og hvernig maður stýrir,“ segir hún en Birgitta hefur margoft stýrt skipinu sjálf en nemendurnir skiptast á að stýra. „Síðan lærum við mikið á reipin. Við lærum að nota kraft reipisins og margt er unnið með handafli. Við erum með sjö kílómetra af reipi á skipinu sem er mjög mikið.“ Birgitta gæti hugsað sér að vinna við siglingar í framtíðinni. „Það eru reyndar ekki mörg svona skólaskip eftir í heiminum en ég gæti hugsað mér að vinna á seglskipi. Það væri auðvitað gaman að geta verið í heitari löndum.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
„Það getur verið frekar mikil prumpulykt hérna á næturnar,“ segir Birgitta Michaelsdóttir, nemandi á skólaskipinu Georg Stage. „Við erum 60 manns um borð í skipinu og það getur verið mjög þröngt. Við búum í einu rými neðan þilja þar sem við sofum, borðum og förum í kennslustundir. Síðan sofum við í hengirúmum á næturnar og það verður afar þröngt. Þetta er mikil áskorun en mjög skemmtilegt,“ segir hún. Birgitta, sem er tvítug, ákvað eftir útskrift úr Kvennaskólanum að prófa eitthvað algerlega nýtt. Hún flutti til Danmerkur og sótti um nám í sjómennsku á skólaskipinu Georg Stage. „Mig langaði að gera eitthvað nýtt og mig langaði aðallega til að ferðast,“ segir hún.Stýrt með handafli Sjö kílómetrar af reipi eru um borð í Georg Stage.Georg Stage er danskt skólaskip og þriggja mastra seglskúta sem var smíðuð árið 1934. „Maðurinn sem lét smíða skipið nefndi það eftir syni sínum sem dó ungur,“ segir Birgitta. Skipið er nefnt eftir Georg Stage, syni Fredriks Stage, sem dó úr berklum árið 1880. Sýn Fredriks var að efla þjálfun danskra sjómanna með verklegum aðferðum og lét hann því smíða upphaflega skólaskipið Georg Stage árið 1882, seinna skipið var smíðað árið 1934. Nemendur á skipinu munu verða á siglingu í fimm mánuði um Norður-Atlantshaf. „Við höfum komið við á Englandi og Írlandi, erum núna á Íslandi og munum síðan koma við í Færeyjum, Orkneyjum, Kristiansand, Álaborg og Kristjánsey,“ segir Birgitta. „Hér lærum við allt sem sjómenn þurfa að kunna sem þýðir að við lærum hluti eins og siglingafræði og vélfræði. Við lærum allt um skip, ekki bara seglskip. Lærum til dæmis hvernig skrúfan virkar og hvernig maður stýrir,“ segir hún en Birgitta hefur margoft stýrt skipinu sjálf en nemendurnir skiptast á að stýra. „Síðan lærum við mikið á reipin. Við lærum að nota kraft reipisins og margt er unnið með handafli. Við erum með sjö kílómetra af reipi á skipinu sem er mjög mikið.“ Birgitta gæti hugsað sér að vinna við siglingar í framtíðinni. „Það eru reyndar ekki mörg svona skólaskip eftir í heiminum en ég gæti hugsað mér að vinna á seglskipi. Það væri auðvitað gaman að geta verið í heitari löndum.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira