Vill losa sig við hlut sinn í DV og býður verulegan afslátt Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2015 13:27 Feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason. Hver hlutur í DV er metinn á 1,5 milljón. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur gefið það út að hlutur hans í DV, sem nemur einu prósenti, sé til sölu. Hann auglýsti hlut sinn á Facebook í gær, með veglegum afslætti og benti áhugasömum á að hafa samband við sig. Þessi yfirlýsing ritstjórans, fyrrum ritstjóra á DV og framkvæmdastjóra, kom beint ofan í talsverða umræðu sem spannst á samfélagsmiðlum í gær um forsíðuviðtal blaðsins, sem var í frídreifingu í gær, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Blaðinu hefur verið legið á hálsi að vera orðið málgagn Framsóknarflokksins, og byr undir þá vængi eru fjárkúgunarmál sem komst í hámæli; þegar systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir vildu átta milljónir frá Sigmundi Davíð. Samkvæmt fréttum fólst hótunin í því að ef hann myndi ekki láta féð af hendi rakna yrðu lögð fram gögn sem sýndu að hann hafi komið að fjármögnun Björns Inga Hrafnssonar á VefPressunni og þá DV með milligöngu MP banka.Nokkur umræða hefur verið um DV á samfélagsmiðlum og þessi mynd, sem birt var á FB-vegg Jóns Trausta, segir sína sögu um hvaða hug sumir áhugamenn bera til blaðsins.Meðal þeirra sem vönduðu blaðinu ekki kveðjurnar í gær er Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, sem segir blaðið nú hafa breyst úr manni í mús. „Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn.“ Jón Trausti segir í samtali við Vísi að sér hafi borist tilboð, en viðkomandi hafi bakkað út úr því. „Svo er einn búinn að setja sig í samband og er að hugsa.“ Að sögn Jóns Trausta er nafnverð hvers hluta um sig metið á eina og hálfa milljón. „En ég gef tugi prósenta í afslátt,“ segir Jón Trausti og helst að skilja að honum sé fyrst og fremst í mun að losa sig við þessi tengsl, fremur en að þetta sé peningaspursmál. En, verulegar væringar hafa verið um eignarhald á blaðinu, sem náðu hámarki fyrir um ári.Ég býð til sölu tæplega 1% hlut minn í DV ehf. á veglegum afslætti.Áhugasamir geta sent skilaboð.Posted by Jón Trausti Reynisson on 25. júní 2015 Tengdar fréttir Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur gefið það út að hlutur hans í DV, sem nemur einu prósenti, sé til sölu. Hann auglýsti hlut sinn á Facebook í gær, með veglegum afslætti og benti áhugasömum á að hafa samband við sig. Þessi yfirlýsing ritstjórans, fyrrum ritstjóra á DV og framkvæmdastjóra, kom beint ofan í talsverða umræðu sem spannst á samfélagsmiðlum í gær um forsíðuviðtal blaðsins, sem var í frídreifingu í gær, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Blaðinu hefur verið legið á hálsi að vera orðið málgagn Framsóknarflokksins, og byr undir þá vængi eru fjárkúgunarmál sem komst í hámæli; þegar systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir vildu átta milljónir frá Sigmundi Davíð. Samkvæmt fréttum fólst hótunin í því að ef hann myndi ekki láta féð af hendi rakna yrðu lögð fram gögn sem sýndu að hann hafi komið að fjármögnun Björns Inga Hrafnssonar á VefPressunni og þá DV með milligöngu MP banka.Nokkur umræða hefur verið um DV á samfélagsmiðlum og þessi mynd, sem birt var á FB-vegg Jóns Trausta, segir sína sögu um hvaða hug sumir áhugamenn bera til blaðsins.Meðal þeirra sem vönduðu blaðinu ekki kveðjurnar í gær er Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, sem segir blaðið nú hafa breyst úr manni í mús. „Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn.“ Jón Trausti segir í samtali við Vísi að sér hafi borist tilboð, en viðkomandi hafi bakkað út úr því. „Svo er einn búinn að setja sig í samband og er að hugsa.“ Að sögn Jóns Trausta er nafnverð hvers hluta um sig metið á eina og hálfa milljón. „En ég gef tugi prósenta í afslátt,“ segir Jón Trausti og helst að skilja að honum sé fyrst og fremst í mun að losa sig við þessi tengsl, fremur en að þetta sé peningaspursmál. En, verulegar væringar hafa verið um eignarhald á blaðinu, sem náðu hámarki fyrir um ári.Ég býð til sölu tæplega 1% hlut minn í DV ehf. á veglegum afslætti.Áhugasamir geta sent skilaboð.Posted by Jón Trausti Reynisson on 25. júní 2015
Tengdar fréttir Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44