Vill losa sig við hlut sinn í DV og býður verulegan afslátt Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2015 13:27 Feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason. Hver hlutur í DV er metinn á 1,5 milljón. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur gefið það út að hlutur hans í DV, sem nemur einu prósenti, sé til sölu. Hann auglýsti hlut sinn á Facebook í gær, með veglegum afslætti og benti áhugasömum á að hafa samband við sig. Þessi yfirlýsing ritstjórans, fyrrum ritstjóra á DV og framkvæmdastjóra, kom beint ofan í talsverða umræðu sem spannst á samfélagsmiðlum í gær um forsíðuviðtal blaðsins, sem var í frídreifingu í gær, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Blaðinu hefur verið legið á hálsi að vera orðið málgagn Framsóknarflokksins, og byr undir þá vængi eru fjárkúgunarmál sem komst í hámæli; þegar systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir vildu átta milljónir frá Sigmundi Davíð. Samkvæmt fréttum fólst hótunin í því að ef hann myndi ekki láta féð af hendi rakna yrðu lögð fram gögn sem sýndu að hann hafi komið að fjármögnun Björns Inga Hrafnssonar á VefPressunni og þá DV með milligöngu MP banka.Nokkur umræða hefur verið um DV á samfélagsmiðlum og þessi mynd, sem birt var á FB-vegg Jóns Trausta, segir sína sögu um hvaða hug sumir áhugamenn bera til blaðsins.Meðal þeirra sem vönduðu blaðinu ekki kveðjurnar í gær er Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, sem segir blaðið nú hafa breyst úr manni í mús. „Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn.“ Jón Trausti segir í samtali við Vísi að sér hafi borist tilboð, en viðkomandi hafi bakkað út úr því. „Svo er einn búinn að setja sig í samband og er að hugsa.“ Að sögn Jóns Trausta er nafnverð hvers hluta um sig metið á eina og hálfa milljón. „En ég gef tugi prósenta í afslátt,“ segir Jón Trausti og helst að skilja að honum sé fyrst og fremst í mun að losa sig við þessi tengsl, fremur en að þetta sé peningaspursmál. En, verulegar væringar hafa verið um eignarhald á blaðinu, sem náðu hámarki fyrir um ári.Ég býð til sölu tæplega 1% hlut minn í DV ehf. á veglegum afslætti.Áhugasamir geta sent skilaboð.Posted by Jón Trausti Reynisson on 25. júní 2015 Tengdar fréttir Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur gefið það út að hlutur hans í DV, sem nemur einu prósenti, sé til sölu. Hann auglýsti hlut sinn á Facebook í gær, með veglegum afslætti og benti áhugasömum á að hafa samband við sig. Þessi yfirlýsing ritstjórans, fyrrum ritstjóra á DV og framkvæmdastjóra, kom beint ofan í talsverða umræðu sem spannst á samfélagsmiðlum í gær um forsíðuviðtal blaðsins, sem var í frídreifingu í gær, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Blaðinu hefur verið legið á hálsi að vera orðið málgagn Framsóknarflokksins, og byr undir þá vængi eru fjárkúgunarmál sem komst í hámæli; þegar systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir vildu átta milljónir frá Sigmundi Davíð. Samkvæmt fréttum fólst hótunin í því að ef hann myndi ekki láta féð af hendi rakna yrðu lögð fram gögn sem sýndu að hann hafi komið að fjármögnun Björns Inga Hrafnssonar á VefPressunni og þá DV með milligöngu MP banka.Nokkur umræða hefur verið um DV á samfélagsmiðlum og þessi mynd, sem birt var á FB-vegg Jóns Trausta, segir sína sögu um hvaða hug sumir áhugamenn bera til blaðsins.Meðal þeirra sem vönduðu blaðinu ekki kveðjurnar í gær er Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, sem segir blaðið nú hafa breyst úr manni í mús. „Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn.“ Jón Trausti segir í samtali við Vísi að sér hafi borist tilboð, en viðkomandi hafi bakkað út úr því. „Svo er einn búinn að setja sig í samband og er að hugsa.“ Að sögn Jóns Trausta er nafnverð hvers hluta um sig metið á eina og hálfa milljón. „En ég gef tugi prósenta í afslátt,“ segir Jón Trausti og helst að skilja að honum sé fyrst og fremst í mun að losa sig við þessi tengsl, fremur en að þetta sé peningaspursmál. En, verulegar væringar hafa verið um eignarhald á blaðinu, sem náðu hámarki fyrir um ári.Ég býð til sölu tæplega 1% hlut minn í DV ehf. á veglegum afslætti.Áhugasamir geta sent skilaboð.Posted by Jón Trausti Reynisson on 25. júní 2015
Tengdar fréttir Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44