Dauðans alvara að ræða ekki tilfinningar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. júní 2015 14:00 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi missti son sinn fyrir rúmu ári síðan. Hann er þakklátur vitundarvakningu um sjálfsvíg ungra karla, Útmeða og hvetur fjölskyldur til að nota tækifærið til að setjast niður og ræða saman. „Það er mjög mikilvægt að fjölskyldur tali saman. Oft er það þannig að þegar fólk hefur gengið í gegnum svona erfiðleika og svona mikla sorg sem fylgir því að missa nákominn, þá sest fólk niður og fer yfir hlutina, er svona að velta hlutunum fyrir sér. Ég held að fólk eigi að gera það áður en svona hlutir eiga sér stað. Til að opna á tilfinningar fólks og athuga hvað veldur því að fólki líður illa.“ Hrannar Jónsson formaður Geðhjálpar sagði í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi að þörf væri á tilfinningabyltingu meðal karla. Vilhjálmur tekur undir þau orð. „Svo sannarlega þarf þess. Þetta er dauðans alvara, við erum að missa upp undir fjörutíu manns vegna sjálfsvíga og stór hluti þeirra eru ungir karlmenn, ég held það segi meira en mörg orð hvað það varðar. Karlmenn þurfa að gjöra svo vel að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir fagfólk þegar þess ber undir.“ Vilhjálmur minnir unga karlmenn á að það sé ekkert vandamál svo stórt að það megi ekki fá hjálp. „Ég er með þau skilaboð að það er ekkert vandamál það stórt í þessum heimi að ekki sé hægt að fá hjálp . Það er dauðans alvara að leita sér ekki hjálpar þegar fólki líður illa. Ég held að hvert einasta mannsbarn hafi lent í því að líða illa. En að sogast ofan í myrkur þunglyndis og kvíða og annað slíkt er dauðans alvara. Þannig að ég hvet alla sem eru í slíku hugarástandi að leita sér hjálpar fyrr en seinna.“ Hann biðlar til landsmanna að styðja við landssöfnun sem hefst snemma í næstu viku,. „Það veit enginn hjá hvaða fjölskyldu þessi vágestur bankar upp á næst. Það er einfaldlega þannig, maður átti ekki von á því sjálfur að lenda í slíku. Ég bið allar fjölskyldur að huga vel að hverju öðru og ef einhverjum líður illa að leggja hönd á plóg við að koma viðkomandi undir þær læknishendur sem til þarf. Að lokum þá hvet ég alla til að styðja þetta frábæra framtak hjá þessum tólf manna hlaupahópi sem leggur á sig þrekvirki við að hlaupa hringinn í kringum landið. Góðu málefni til heilla.“Á degi hverjum snýst rúmlega eitt símtal til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um sjálfsvíg, eigið eða annarra. Símtöl til hjálparsímans um sjálfsvíg voru 42% fleiri fyrrihluta ársins 2015 en fyrrihluta ársins 2014. Fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hringja. Þá er hægt að nýta sér spjallið og ræða við sjálfboðaliða í gegnum tölvu. Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904 1500eða eða leggja inn á söfnunarreikning Geðhjálpar, 546 – 14 – 411114, kt. 531180 – 0469 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi missti son sinn fyrir rúmu ári síðan. Hann er þakklátur vitundarvakningu um sjálfsvíg ungra karla, Útmeða og hvetur fjölskyldur til að nota tækifærið til að setjast niður og ræða saman. „Það er mjög mikilvægt að fjölskyldur tali saman. Oft er það þannig að þegar fólk hefur gengið í gegnum svona erfiðleika og svona mikla sorg sem fylgir því að missa nákominn, þá sest fólk niður og fer yfir hlutina, er svona að velta hlutunum fyrir sér. Ég held að fólk eigi að gera það áður en svona hlutir eiga sér stað. Til að opna á tilfinningar fólks og athuga hvað veldur því að fólki líður illa.“ Hrannar Jónsson formaður Geðhjálpar sagði í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi að þörf væri á tilfinningabyltingu meðal karla. Vilhjálmur tekur undir þau orð. „Svo sannarlega þarf þess. Þetta er dauðans alvara, við erum að missa upp undir fjörutíu manns vegna sjálfsvíga og stór hluti þeirra eru ungir karlmenn, ég held það segi meira en mörg orð hvað það varðar. Karlmenn þurfa að gjöra svo vel að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir fagfólk þegar þess ber undir.“ Vilhjálmur minnir unga karlmenn á að það sé ekkert vandamál svo stórt að það megi ekki fá hjálp. „Ég er með þau skilaboð að það er ekkert vandamál það stórt í þessum heimi að ekki sé hægt að fá hjálp . Það er dauðans alvara að leita sér ekki hjálpar þegar fólki líður illa. Ég held að hvert einasta mannsbarn hafi lent í því að líða illa. En að sogast ofan í myrkur þunglyndis og kvíða og annað slíkt er dauðans alvara. Þannig að ég hvet alla sem eru í slíku hugarástandi að leita sér hjálpar fyrr en seinna.“ Hann biðlar til landsmanna að styðja við landssöfnun sem hefst snemma í næstu viku,. „Það veit enginn hjá hvaða fjölskyldu þessi vágestur bankar upp á næst. Það er einfaldlega þannig, maður átti ekki von á því sjálfur að lenda í slíku. Ég bið allar fjölskyldur að huga vel að hverju öðru og ef einhverjum líður illa að leggja hönd á plóg við að koma viðkomandi undir þær læknishendur sem til þarf. Að lokum þá hvet ég alla til að styðja þetta frábæra framtak hjá þessum tólf manna hlaupahópi sem leggur á sig þrekvirki við að hlaupa hringinn í kringum landið. Góðu málefni til heilla.“Á degi hverjum snýst rúmlega eitt símtal til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um sjálfsvíg, eigið eða annarra. Símtöl til hjálparsímans um sjálfsvíg voru 42% fleiri fyrrihluta ársins 2015 en fyrrihluta ársins 2014. Fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hringja. Þá er hægt að nýta sér spjallið og ræða við sjálfboðaliða í gegnum tölvu. Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904 1500eða eða leggja inn á söfnunarreikning Geðhjálpar, 546 – 14 – 411114, kt. 531180 – 0469
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira