Dauðans alvara að ræða ekki tilfinningar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. júní 2015 14:00 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi missti son sinn fyrir rúmu ári síðan. Hann er þakklátur vitundarvakningu um sjálfsvíg ungra karla, Útmeða og hvetur fjölskyldur til að nota tækifærið til að setjast niður og ræða saman. „Það er mjög mikilvægt að fjölskyldur tali saman. Oft er það þannig að þegar fólk hefur gengið í gegnum svona erfiðleika og svona mikla sorg sem fylgir því að missa nákominn, þá sest fólk niður og fer yfir hlutina, er svona að velta hlutunum fyrir sér. Ég held að fólk eigi að gera það áður en svona hlutir eiga sér stað. Til að opna á tilfinningar fólks og athuga hvað veldur því að fólki líður illa.“ Hrannar Jónsson formaður Geðhjálpar sagði í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi að þörf væri á tilfinningabyltingu meðal karla. Vilhjálmur tekur undir þau orð. „Svo sannarlega þarf þess. Þetta er dauðans alvara, við erum að missa upp undir fjörutíu manns vegna sjálfsvíga og stór hluti þeirra eru ungir karlmenn, ég held það segi meira en mörg orð hvað það varðar. Karlmenn þurfa að gjöra svo vel að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir fagfólk þegar þess ber undir.“ Vilhjálmur minnir unga karlmenn á að það sé ekkert vandamál svo stórt að það megi ekki fá hjálp. „Ég er með þau skilaboð að það er ekkert vandamál það stórt í þessum heimi að ekki sé hægt að fá hjálp . Það er dauðans alvara að leita sér ekki hjálpar þegar fólki líður illa. Ég held að hvert einasta mannsbarn hafi lent í því að líða illa. En að sogast ofan í myrkur þunglyndis og kvíða og annað slíkt er dauðans alvara. Þannig að ég hvet alla sem eru í slíku hugarástandi að leita sér hjálpar fyrr en seinna.“ Hann biðlar til landsmanna að styðja við landssöfnun sem hefst snemma í næstu viku,. „Það veit enginn hjá hvaða fjölskyldu þessi vágestur bankar upp á næst. Það er einfaldlega þannig, maður átti ekki von á því sjálfur að lenda í slíku. Ég bið allar fjölskyldur að huga vel að hverju öðru og ef einhverjum líður illa að leggja hönd á plóg við að koma viðkomandi undir þær læknishendur sem til þarf. Að lokum þá hvet ég alla til að styðja þetta frábæra framtak hjá þessum tólf manna hlaupahópi sem leggur á sig þrekvirki við að hlaupa hringinn í kringum landið. Góðu málefni til heilla.“Á degi hverjum snýst rúmlega eitt símtal til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um sjálfsvíg, eigið eða annarra. Símtöl til hjálparsímans um sjálfsvíg voru 42% fleiri fyrrihluta ársins 2015 en fyrrihluta ársins 2014. Fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hringja. Þá er hægt að nýta sér spjallið og ræða við sjálfboðaliða í gegnum tölvu. Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904 1500eða eða leggja inn á söfnunarreikning Geðhjálpar, 546 – 14 – 411114, kt. 531180 – 0469 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi missti son sinn fyrir rúmu ári síðan. Hann er þakklátur vitundarvakningu um sjálfsvíg ungra karla, Útmeða og hvetur fjölskyldur til að nota tækifærið til að setjast niður og ræða saman. „Það er mjög mikilvægt að fjölskyldur tali saman. Oft er það þannig að þegar fólk hefur gengið í gegnum svona erfiðleika og svona mikla sorg sem fylgir því að missa nákominn, þá sest fólk niður og fer yfir hlutina, er svona að velta hlutunum fyrir sér. Ég held að fólk eigi að gera það áður en svona hlutir eiga sér stað. Til að opna á tilfinningar fólks og athuga hvað veldur því að fólki líður illa.“ Hrannar Jónsson formaður Geðhjálpar sagði í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi að þörf væri á tilfinningabyltingu meðal karla. Vilhjálmur tekur undir þau orð. „Svo sannarlega þarf þess. Þetta er dauðans alvara, við erum að missa upp undir fjörutíu manns vegna sjálfsvíga og stór hluti þeirra eru ungir karlmenn, ég held það segi meira en mörg orð hvað það varðar. Karlmenn þurfa að gjöra svo vel að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir fagfólk þegar þess ber undir.“ Vilhjálmur minnir unga karlmenn á að það sé ekkert vandamál svo stórt að það megi ekki fá hjálp. „Ég er með þau skilaboð að það er ekkert vandamál það stórt í þessum heimi að ekki sé hægt að fá hjálp . Það er dauðans alvara að leita sér ekki hjálpar þegar fólki líður illa. Ég held að hvert einasta mannsbarn hafi lent í því að líða illa. En að sogast ofan í myrkur þunglyndis og kvíða og annað slíkt er dauðans alvara. Þannig að ég hvet alla sem eru í slíku hugarástandi að leita sér hjálpar fyrr en seinna.“ Hann biðlar til landsmanna að styðja við landssöfnun sem hefst snemma í næstu viku,. „Það veit enginn hjá hvaða fjölskyldu þessi vágestur bankar upp á næst. Það er einfaldlega þannig, maður átti ekki von á því sjálfur að lenda í slíku. Ég bið allar fjölskyldur að huga vel að hverju öðru og ef einhverjum líður illa að leggja hönd á plóg við að koma viðkomandi undir þær læknishendur sem til þarf. Að lokum þá hvet ég alla til að styðja þetta frábæra framtak hjá þessum tólf manna hlaupahópi sem leggur á sig þrekvirki við að hlaupa hringinn í kringum landið. Góðu málefni til heilla.“Á degi hverjum snýst rúmlega eitt símtal til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um sjálfsvíg, eigið eða annarra. Símtöl til hjálparsímans um sjálfsvíg voru 42% fleiri fyrrihluta ársins 2015 en fyrrihluta ársins 2014. Fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hringja. Þá er hægt að nýta sér spjallið og ræða við sjálfboðaliða í gegnum tölvu. Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904 1500eða eða leggja inn á söfnunarreikning Geðhjálpar, 546 – 14 – 411114, kt. 531180 – 0469
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira