Karl bað Árna Pál afsökunar á ummælum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. júní 2015 16:23 Sagði að formaður Samfylkingarinnar hefði unnið með hag kröfuhafa að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt. Alþingi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt.
Alþingi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira