Innlent

Bíó Paradís hefur náð takmarkinu á Karolina Fund

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vísir/Ernir
Bíó Paradís hefur safnað yfir 4,5 milljón á Karolina Fund til þess að hefja framkvæmdir og bæta hjólastólaaðgengi í kvikmyndahúsinu. Söfnunin tekur enda á miðnætti í kvöld en enn er hægt að leggja henni lið.

Kvikmyndahúsið hefur verið gagnrýnt fyrir slæmt aðgengi fyrir fatlaða en aðgengi fyrir fólk í hjólastól er eins og staðan er núna ábótavant í húsinu. Breyting verður á því von bráðar ef fer sem horfir nú þegar söfnunin hefur borið árangur.

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, komst ekki í útskrift dóttur sinnar úr Kvikmyndaskólanum sem haldin var í húsinu á dögunum þar sem hann komst ekki inn í salinn. 

Sjá einnig: Komst ekki í útskrift dóttur sinnar útaf slæmu hjólastólaaðgengi

„Við höfum vitað það lengi að við þyrftum að gera eitthvað róttækt í þessu en vissum reyndar ekki að breytingarnar myndu kosta svona mikið,“ sagði Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, í samtali við Stöð 2 í vikunni. „Við vorum fyrstu árin að koma okkur upp almennilegum sýningarbúnaði og tryggja grundvöll bíósins. Núna þegar við erum búin að því, þá gerum við okkur auðvitað grein fyrir því að auðvitað þarf þetta bíó að vera fyrir alla.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×