Innlent

Áfall fyrir eldri konur í framhaldssnámi: "Það er ekki verið að opna neinar dyr fyrir okkur“

Bjarki Ármannsson skrifar
Guðrún Andrea og Katrín Vilhjálmsdóttir útskrifuðust báðar í vor.
Guðrún Andrea og Katrín Vilhjálmsdóttir útskrifuðust báðar í vor. Vísir/Stefán
Við erum ekki að fara að gefast upp,“ segir Inga Karlsdóttir, fagstjóri skrifstofubrautarinnar við Menntaskólann í Kópavogi. Fyrirhugaðar breytingar menntamálayfirvalda á framhaldsskólanámikoma niður á brautinni, sem undanfarin ár hefur fyrst og fremst útskrifað fullorðnar konur sem luku ekki framhaldsnámi á sínum tíma af ýmsum ástæðum.

Þar getur margt komið til, svo sem barneignir, slæmar minningar úr skóla, peningaleysi, hvatningarleysi, áhugaleysi eða jafnvel óregla,“ segir Inga. „Við innritun á skrifstofubrautina er ekki spurt um fortíðina, heldur gefst fólki nýtt tækifæri.“

Brautin hefur verið starfrækt frá árinu 1990 og hefur fólk getað útskrifast þaðan semrekstrarfræðingur og sótt nám til viðurkenningar bókara.Inga segir hinsvegar að boðaðar breytingar menntamálaráðherra um að veita framhaldsskólum ekki lengur fjármagn til að mennta nemendur í bóknámi sem eru 25 ára og eldri,kalli á miklar og óæskilegar breytingar á starfsemi brautarinnar.

Sjá einnig: Segir menntamálaráðherra loka framhaldsskólunum fyrir nemendur eldri en 25 ára

Með tilskipun menntamálayfirvalda þurfum við að fækka nemendaígildum,“ segir Inga. „Að svo stöddu munum við ekki bjóða upp á skrifstofubrautII, þaðan sem fólk hefur getað útskrifast sem rekstrarfræðingur,og við þurfum að fækka áföngum í fjarnámi. Skrifstofubraut I verður þó áfram í boði og við hvetjum fólk til að kynna sér þann möguleika.“

Ásta Kristmannsdóttir.Vísir/Stöð 2
Inga segir að þóbreytingarnar séu mikið áfall fyrir skólann standitil að halda áfram að reyna að bjóða fólki tækifæri á námi sem annars hefði ekki úr mörgu að velja sökum aldurs, fjárhagsstöðu eða bakgrunns. Vísir tók tali nokkra nemendur sem útskrifuðust af skrifstofubrautIí vor en geta nú ekki haldið áfram á skrifstofubrautII.

Sneri blaðinu við og dúxaði á brautinni

Ásta Kristmannsdóttir vakti mikla athygli eftir að hún steig fram og sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. Ásta er öryrki sem eytt hafði þrjátíu árum í fíkniefnaneyslu, og búið á götunni um hríð, áður en hún náði að snúa blaðinu við og hefja nám í MK. Ásta hlaut hæstu einkunn allra þeirra sem útskrifuðust af brautinni í vor, 9,25.

Það sem stóð ívegi mérvar að eiga fyrir náminu og ég var svo lánsöm að fá styrk frá Mæðrastyrksnefnd,“segir Ásta. „En núna stendur mér nánast ekkert til boða. Nú er það nám sem stendur til boða, Háskólabrúin á Bifröst og allt þetta dót, allt svo dýrt nám.“



Ásta bendir á það að önnin við MK hafi kostað 55 þúsund krónur en að taka viðskiptabókara hjá endurmenntun Háskóla Íslands, þar sem hún hefur nú sótt um, kosti 160 þúsund krónur á önn og 75 til 85 þúsund til viðbótar í prófgjöld.

Þetta á eftir að hefta fólk mikið og þá sérstaklega efnaminni konur,“ segir Ásta um fyrirhugaðar breytingar menntamálaráðuneytisins. „Eins og ég sé þetta, ef stelpa verður ófrísk nítján ára gömul stendur hún frammi fyrir því að taka ákvörðun að klára stúdentinn og fara í háskóla eða eignast barnið. Og þarna er þá búið að setja ungum stúlkum mjög þröngan kost. Af því að maður fær nánast ekki vinnu í dag nema að vera með stúdentspróf.“

Guðrún og Katrín.Vísir/Stefán
Ekki verið að opna neinar dyr

Þær Guðrún Andrea Einarsdóttir og
Katrín Vilhjálmsdóttir útskrifuðust báðar með Ástu í vor og stefndu á að halda áfram á skrifstofubrautIIáður en þeim var tilkynnt um áramótin að það stæði ekki lengur til boða.

Þær eru hræðilegar, þessar breytingar,“ segir Guðrún, sem er 36 ára. Hún segir lokun brautarinnar verulega takmarkandi fyrir fólk sem komið er yfir tvítugt, önnur úrræði til endurmenntunar séu mun dýrari og skili ekki jafn góðri menntun.

Það er ekki verið að opna neinar dyr fyrir okkur,“ segir hún. „Ég var í barneignum sextán ára og nú er kominn tími til að hugsa um að mennta sig og koma sér út í þjóðfélagið, því það eru breyttir tímar frá því sem var. Staðreyndin er bara sú að maður verður að hafa eitthvað prófskírteini til að fá mannsæmandi laun í landinu.“

Sjá einnig: Námsúrræði fyrir þá eldri verði efld í kjölfar breytinga

Katrín er 29 ára. Hún eignaðist barn mjög ung og hélt því ekki strax áfram í framhaldsskóla. Hún getur ekki unnið líkamlega vinnu eftir að hún lenti í bílslysi árið 2012 og var henni ráðlagt að prufa skrifstofubrautina.

Það er rosalega leiðinlegt að það sé búið að loka á okkur, því loksins þegar maður dreif sig upp og komst í skóla, þá getum við ekki haldið áfram,“segir hún.

Katrín segist hafa sótt um mörg störf samhliða náminu í endurmenntunninni og segir skrifstofubrautina hafa hjálpað sér mjög.

Maður er miklu jákvæðari og hressari eftir að hafa farið í gegnum svona nám,“segir hún.„Þetta breytti alveg hugarfarinu.“


Tengdar fréttir

Námsúrræði fyrir þá eldri verði efld í kjölfar breytinga

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að á undanförnum árum hafi framlög til fræðslumiðstöðva verið stóraukin og að haldið verði áfram að efla úrræði fyrir 25 ára og eldri eftir breytingar sem taka gildi nú í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×