Segja tónlistarnámið í uppnámi 14. júní 2015 21:00 Fimmtán ára drengur, sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði í níu ár, þarf að flytja til Reykjavíkur til að leggja stund á framhaldsnám, verði hugmyndir Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Foreldrar hans hafa áhyggjur af stöðunni. Illugi viðraði á dögunum róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Þannig myndi allt fjármagn ríkisins sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist verða veitt einum tónlistarskóla í Reykjavík. Málið er enn á upphafsreit og engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingarnar. Ljóst er þó að ef af verður hefði það vítæk áhrif á þá tæplega 190 nemendur sem stunda tónlistarnám á framhaldstigi á landsbyggðinni. Þar á meðal er Pétur Ernir, fimmtán ára drengur sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði frá sex ára aldri. „Maður verður bara að flytjast til Reykjavíkur. Ekki það að það sé eitthvað þar sem maður vilji gera en það hljómar eins og það eina í stöðunni,“ segir Pétur Ernir. Hildur Pétursdóttir móðir hans tekur í sama streng. „Ef hann getur ekki stundað sitt píanónám hérna á Ísafirði, þá þýðir það að hann þarf að flytja til Reykjavíkur. Þetta er stór hluti af hans framtíðaráformum þannig að það er ekkert annað í boði en að senda hann í burtu fimmtán ára gamlan,“ segir hún. „Er það markmið hjá þessari ríkisstjórn að færa allt til Reykjavíkur? Þessi tillaga byggir á því að öll sveitarfélög á landinu þurfi að sjá um framhaldsnám í tónlist nema Reykjavík. Þau ætla að styrkja Reykjavík um tugi milljóna til að halda úti þessari kennslu en önnur sveitarfélög fá ekki neitt. Þetta er bara hluti af byggðarstefnunni. Þetta er hluti líka af jafnrétti til náms,“ bætir hún við. Fjölskyldan hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þó að Illugi segi að þetta muni ekki breyta framhaldsnáminu sem slíku þá hef ég bara enga trú á því. Ríkið kom inn í þessa kennslu með framlagi til þess að halda þessu gangandi. Ef það á að taka þetta framlag í burtu og færa það á einn stað sé ég ekki að tónlistarskólar á landinu geti staðið undir framhaldsnámi einir og sér. Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur,“ segir Svavar Guðmundsson faðir Péturs. Tengdar fréttir Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur „Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Fimmtán ára drengur, sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði í níu ár, þarf að flytja til Reykjavíkur til að leggja stund á framhaldsnám, verði hugmyndir Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Foreldrar hans hafa áhyggjur af stöðunni. Illugi viðraði á dögunum róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Þannig myndi allt fjármagn ríkisins sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist verða veitt einum tónlistarskóla í Reykjavík. Málið er enn á upphafsreit og engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingarnar. Ljóst er þó að ef af verður hefði það vítæk áhrif á þá tæplega 190 nemendur sem stunda tónlistarnám á framhaldstigi á landsbyggðinni. Þar á meðal er Pétur Ernir, fimmtán ára drengur sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði frá sex ára aldri. „Maður verður bara að flytjast til Reykjavíkur. Ekki það að það sé eitthvað þar sem maður vilji gera en það hljómar eins og það eina í stöðunni,“ segir Pétur Ernir. Hildur Pétursdóttir móðir hans tekur í sama streng. „Ef hann getur ekki stundað sitt píanónám hérna á Ísafirði, þá þýðir það að hann þarf að flytja til Reykjavíkur. Þetta er stór hluti af hans framtíðaráformum þannig að það er ekkert annað í boði en að senda hann í burtu fimmtán ára gamlan,“ segir hún. „Er það markmið hjá þessari ríkisstjórn að færa allt til Reykjavíkur? Þessi tillaga byggir á því að öll sveitarfélög á landinu þurfi að sjá um framhaldsnám í tónlist nema Reykjavík. Þau ætla að styrkja Reykjavík um tugi milljóna til að halda úti þessari kennslu en önnur sveitarfélög fá ekki neitt. Þetta er bara hluti af byggðarstefnunni. Þetta er hluti líka af jafnrétti til náms,“ bætir hún við. Fjölskyldan hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þó að Illugi segi að þetta muni ekki breyta framhaldsnáminu sem slíku þá hef ég bara enga trú á því. Ríkið kom inn í þessa kennslu með framlagi til þess að halda þessu gangandi. Ef það á að taka þetta framlag í burtu og færa það á einn stað sé ég ekki að tónlistarskólar á landinu geti staðið undir framhaldsnámi einir og sér. Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur,“ segir Svavar Guðmundsson faðir Péturs.
Tengdar fréttir Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur „Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur „Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. 6. júní 2015 07:00