Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2015 13:15 Þingheimur vísir/vilhelm Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið. Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið.
Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira