Innlent

Kjúklingur innkallaður vegna gruns um salmonellu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sé kjúklingakjöt rétt eldað er hægt að koma í veg fyrir salmonellu.
Sé kjúklingakjöt rétt eldað er hægt að koma í veg fyrir salmonellu. Vísir
„Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs.“ Þetta segir í fréttatilkynningu frá Holta Kjúklingi en Reykjagarður sér um framleiðslu og sölu á alifuglakjöti einkum undir vörumerkjunum Holta og Kjörfugl.

„Umræddur kjúklingahópur var rannsakaður áður en honum var slátrað án þess að salmonella hafi fundist. Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verða send til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans. Endanleg staðfesting mun væntanlega  liggja fyrir í næstu viku.“

Reykjagarður hefur vegna þessa hafið innköllun afurða  með rekjanleikanúmerið 002-15-17-2-04. „Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir  að skila inn vörunni þar sem hún var keypt eða til Reykjagarðs Fosshálsi 1. 110 Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.

Í henni er jafnframt tekið fram að „ef áprentaðar leiðbeiningar um eldun á umbúðum er fylgt, er ekki talin hætta á að fólki geti smitast af salmonellu ef kjarnhiti nái 72°C. Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×