Innlent

Bílslys undir Arnarnesbrú

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slysið átti sér stað undir Arnarnesbrúnni.
Slysið átti sér stað undir Arnarnesbrúnni. MYND/LOFTMYNDIR.IS
Bílslys varð á Hafnarfjarðarvegi um klukkan 14:30 í dag er fólksbíll keyrði utan í vegrið undir Arnarnesbrúnni.

Bíllinn kastaðist til við áreksturinn og snerist í hálfhring áður en hann hafnaði utan vegar.

Lögreglu- og sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang og nokkrum akreinum lokað um stundarsakir.

Ekki þurfti að kalla til dælubíl slökkviliðsins vegna slyssins en ökumaður bílsins var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×