Innlent

Þrír pokar af póstsendingum fundust yfirgefnir í Gufuneskirkjugarði

Bjarki Ármannsson skrifar
Um er að ræða póst sem átti að dreifa í póstnúmerunum 110, 112, 113 og 270.
Um er að ræða póst sem átti að dreifa í póstnúmerunum 110, 112, 113 og 270. Vísir/Teitur
Þrír pokar með póstsendingum fundust í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en sendingarnar í pokanum höfðu verið póstlagðar í maí og júní og átti að dreifa í póstnúmerunum 110, 112, 113 og 270.

Samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti er aðeins um að ræða lítinn hluta þess pósts sem dreifa átti á svæðinu. Sendingunum verði komið til skila til móttakenda á næstu dögum og biður Íslandspóstur alla hlutaðeigandi afsökunar á atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×