Af verkföllum og ritgerðarsmíðum Gunnlaugur Jónasson skrifar 7. maí 2015 10:32 Þegar þessi orð eru skrifuð er klukkan að nálgast miðnætti og ég á að skila af mér ritgerð á morgun sem er hluti af mastersnámi mínu. Að lokinni ritgerð bíða mín svo þrjú önnur verkefni sem komin eru á tíma. Það verður að segjast að hvatinn til náms hefur farið minnkandi á síðustu vikum og mánuðum. Síðasta vor útskrifaðist ég sem sjúkraþjálfari eftir fjögurra ára háskólanám. Ákvörðun sem tók þónokkur ár að taka á sínum tíma en þó ákvörðun sem ég sé engan veginn eftir. Í beinu framhaldi af því ákvað ég að skrá mig í framhaldsnám síðastliðið haust meðfram því að vera í fullri vinnu. Þegar ég fékk spurninguna á þeim tíma af hverju ég hefði ákveðið að halda áfram í frekara nám bar svarið vott um eldmóðinn og metnaðinn sem ég fann sjálfur innra með mér. Hins vegar þegar ég er spurður þessarar sömu spurningar nú í dag er erfitt að hiksta ekki á tveimur fyrstu orðunum. Af hverju? Ég yrði mjög hissa ef ég er sá eini sem hef velt þessu fyrir mér uppá síðkastið. Er þetta virkilega þróunin sem við viljum sjá? Er þetta virkilega faðmurinn sem stjórnvöld bjóða ungu (þó ég segi sjálfur frá) og metnaðarfullu fólki sem vill hafa áhrif í samfélaginu og sækja sér þá menntun sem til þarf? Skilaboðin sem við fáum af samningafundum BHM við ríkið eru þau að aðildarmönnum bjóðist 3,5% launahækkun. Ég viðurkenni það fúslega að ég er einstaklega illa gefinn fjárhagslega og ætti því lítið að vera að tjá mig um launatölur, verðbólgu, leiðréttingu og öll þessi flóknu orð sem ég hef svo oft heyrt ómfagra rödd Boga Ágústssonar fara með í fréttunum. Enda verður það ekki gert í þessum skrifum og ánafna ég öðrum það verkefni. Ég hef hins vegar alltaf verið góður í stærðfræði og þar er hlutfallareikningur engin undantekning. Því veit ég sem er að 3,5% af mjög lágri upphæð er bara alls ekkert mikið. Ég þekki t.d. ófáa einstaklinga sem þyrftu ekki einu sinni að endurnýja fataskápinn sinn þó þeir stækkuðu um 3,5%! Þið vitið hver þið eruð, ekkert illa meint. Þó þau séu ekki mörg hef ég upplifað nokkur verkföll í gegnum tíðina en þó aldrei frá því sjónarhorni sem ég geri nú. Ef undanskilin eru persónuleg verkföll gegn móður minni sem snéru í flestum tilfellum að herbergisþrifum eða uppvaski afrekaði ég það í síðasta mánuði að leggja niður störf í fyrsta skiptið til að berjast fyrir rétti mínum. Tilfinningin er þó öðruvísi en ég hafði í upphafi ímyndað mér. Fyrir mér snýst baráttan um eitthvað allt annað en tölur á blaði sem berast inn um bréfalúguna mánaðarlega. Ef peningar væru hvatinn væri ég ekki sjúkraþjálfari, trúið mér. Fyrir mér snýst mín kjarabarátta um að vera metinn af verðleikum mínum og þó svo að það sé ekki lykilatriði þá væri það óneitanlega gaman ef launaseðillinn minn endurspeglaði það. Ég upplifi mikið þakklæti í starfi mínu á Grensásdeild Landspítalans, eitthvað sem gefur mér meira en nokkur launatékki og er ég nokkuð viss um að starfsmenn annara greina innan BHM geri slíkt hið sama. Bara ef ég mætti sama viðmóti hjá þeim sem öllu ráða og hjá fólkinu sem ég hef unnið með. Það er sorglegt að eina leiðin til að gera verk sín sýnileg meðal ráðamanna sé að leggja niður störf og lama einhvern ákveðinn anga þjóðfélagsins. Á það við um verkföll almennt, bæði yfirstandandi og yfirvofandi. Erum við ekki komin lengra en svo? Er forsjáin virkilega ekki meiri en að til verkfalla þurfi að koma eða ætlum við að pissa í skóinn okkar nokkrum sinnum í viðbót áður en við sjáum að það gengur ekki? Af hverju er ekki hægt að fara með bílinn í viðgerð um leið og bankið heyrist í staðinn fyrir að bíða eftir að hann bili? Sorry pabbi, það kemur aldrei fyrir aftur. Ég er kominn af þremur ættliðum bóksala og hef mjög gaman af lestri. Eitthvað sem ég reyni eftir bestu getu að sinna í þeim litla frítíma sem ég hef milli náms og vinnu. Ein af mínum uppáhalds bókum heitir Uppvöxtur Litla Trés. Í einni senu þeirrar bókar er afi indíánastráksins Litla Trés að kenna honum hvernig koma skal fram við náttúruna. Þar segir afinn að hann eigi ekki að taka allt sem hann vilji af náttúrunni heldur taka aldrei meira en hann þarf. Mjög sanngjarnt viðhorf, rétt eins og viðhorf mitt og annarra innan BHM til kjaraviðræðnanna. Okkar kröfur stjórnast ekki af því að við hreinlega viljum meira, þær eru ekki keyrðar áfram af heimtufrekju. Heldur þörf, þörfinni fyrir að vera metin af verðleikum. En nú er komið nóg í bili. Þessi ritgerð skrifar sig ekki sjálf. Ef í hart fer get ég alltaf sótt um að fá að lengja skilafrestinn um 3,5%. Það myndi náttúrulega muna öllu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er klukkan að nálgast miðnætti og ég á að skila af mér ritgerð á morgun sem er hluti af mastersnámi mínu. Að lokinni ritgerð bíða mín svo þrjú önnur verkefni sem komin eru á tíma. Það verður að segjast að hvatinn til náms hefur farið minnkandi á síðustu vikum og mánuðum. Síðasta vor útskrifaðist ég sem sjúkraþjálfari eftir fjögurra ára háskólanám. Ákvörðun sem tók þónokkur ár að taka á sínum tíma en þó ákvörðun sem ég sé engan veginn eftir. Í beinu framhaldi af því ákvað ég að skrá mig í framhaldsnám síðastliðið haust meðfram því að vera í fullri vinnu. Þegar ég fékk spurninguna á þeim tíma af hverju ég hefði ákveðið að halda áfram í frekara nám bar svarið vott um eldmóðinn og metnaðinn sem ég fann sjálfur innra með mér. Hins vegar þegar ég er spurður þessarar sömu spurningar nú í dag er erfitt að hiksta ekki á tveimur fyrstu orðunum. Af hverju? Ég yrði mjög hissa ef ég er sá eini sem hef velt þessu fyrir mér uppá síðkastið. Er þetta virkilega þróunin sem við viljum sjá? Er þetta virkilega faðmurinn sem stjórnvöld bjóða ungu (þó ég segi sjálfur frá) og metnaðarfullu fólki sem vill hafa áhrif í samfélaginu og sækja sér þá menntun sem til þarf? Skilaboðin sem við fáum af samningafundum BHM við ríkið eru þau að aðildarmönnum bjóðist 3,5% launahækkun. Ég viðurkenni það fúslega að ég er einstaklega illa gefinn fjárhagslega og ætti því lítið að vera að tjá mig um launatölur, verðbólgu, leiðréttingu og öll þessi flóknu orð sem ég hef svo oft heyrt ómfagra rödd Boga Ágústssonar fara með í fréttunum. Enda verður það ekki gert í þessum skrifum og ánafna ég öðrum það verkefni. Ég hef hins vegar alltaf verið góður í stærðfræði og þar er hlutfallareikningur engin undantekning. Því veit ég sem er að 3,5% af mjög lágri upphæð er bara alls ekkert mikið. Ég þekki t.d. ófáa einstaklinga sem þyrftu ekki einu sinni að endurnýja fataskápinn sinn þó þeir stækkuðu um 3,5%! Þið vitið hver þið eruð, ekkert illa meint. Þó þau séu ekki mörg hef ég upplifað nokkur verkföll í gegnum tíðina en þó aldrei frá því sjónarhorni sem ég geri nú. Ef undanskilin eru persónuleg verkföll gegn móður minni sem snéru í flestum tilfellum að herbergisþrifum eða uppvaski afrekaði ég það í síðasta mánuði að leggja niður störf í fyrsta skiptið til að berjast fyrir rétti mínum. Tilfinningin er þó öðruvísi en ég hafði í upphafi ímyndað mér. Fyrir mér snýst baráttan um eitthvað allt annað en tölur á blaði sem berast inn um bréfalúguna mánaðarlega. Ef peningar væru hvatinn væri ég ekki sjúkraþjálfari, trúið mér. Fyrir mér snýst mín kjarabarátta um að vera metinn af verðleikum mínum og þó svo að það sé ekki lykilatriði þá væri það óneitanlega gaman ef launaseðillinn minn endurspeglaði það. Ég upplifi mikið þakklæti í starfi mínu á Grensásdeild Landspítalans, eitthvað sem gefur mér meira en nokkur launatékki og er ég nokkuð viss um að starfsmenn annara greina innan BHM geri slíkt hið sama. Bara ef ég mætti sama viðmóti hjá þeim sem öllu ráða og hjá fólkinu sem ég hef unnið með. Það er sorglegt að eina leiðin til að gera verk sín sýnileg meðal ráðamanna sé að leggja niður störf og lama einhvern ákveðinn anga þjóðfélagsins. Á það við um verkföll almennt, bæði yfirstandandi og yfirvofandi. Erum við ekki komin lengra en svo? Er forsjáin virkilega ekki meiri en að til verkfalla þurfi að koma eða ætlum við að pissa í skóinn okkar nokkrum sinnum í viðbót áður en við sjáum að það gengur ekki? Af hverju er ekki hægt að fara með bílinn í viðgerð um leið og bankið heyrist í staðinn fyrir að bíða eftir að hann bili? Sorry pabbi, það kemur aldrei fyrir aftur. Ég er kominn af þremur ættliðum bóksala og hef mjög gaman af lestri. Eitthvað sem ég reyni eftir bestu getu að sinna í þeim litla frítíma sem ég hef milli náms og vinnu. Ein af mínum uppáhalds bókum heitir Uppvöxtur Litla Trés. Í einni senu þeirrar bókar er afi indíánastráksins Litla Trés að kenna honum hvernig koma skal fram við náttúruna. Þar segir afinn að hann eigi ekki að taka allt sem hann vilji af náttúrunni heldur taka aldrei meira en hann þarf. Mjög sanngjarnt viðhorf, rétt eins og viðhorf mitt og annarra innan BHM til kjaraviðræðnanna. Okkar kröfur stjórnast ekki af því að við hreinlega viljum meira, þær eru ekki keyrðar áfram af heimtufrekju. Heldur þörf, þörfinni fyrir að vera metin af verðleikum. En nú er komið nóg í bili. Þessi ritgerð skrifar sig ekki sjálf. Ef í hart fer get ég alltaf sótt um að fá að lengja skilafrestinn um 3,5%. Það myndi náttúrulega muna öllu!
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar