Hefðbundin eða óhefðbundin meðferð? Gyða Ölvisdóttir skrifar 28. apríl 2015 09:55 Væri ekki sjálfsagt að setja upp þann kost að fólk gæti valið sér á einhvern hátt hvernig meðferð það fengi þegar það leggst inn á sjúkrahús? Venjulega einset ég mér að hafa stutta pistla en nú ætla ég að skrifa langan. Tilefnið er að komin eru rúm fimm ár frá því að ég lauk minni hefðbundnu lyfjameðferð eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein, í reyndinni átti ég að vera á andhormóna meðferð (sem er kostnaðarsöm) alveg fram á þetta ár, en þegar ég var búin að prufa lyfin í nokkra mánuði með tilheyrandi aukaverkunum þar sem ég var undirlögð af skelfilegum liðverkjum, streitu, vanlíðan og upplifði mig eldast um fjölda ára tók ég þá ákvörðun að stoppa inntökuna . Ákvörðunin var tekin ekki hvað síst vegna þess að ég mat það þannig að vegna streitu og vanlíðunar væri ég í meiri hættu að fá krabbamein. Ég notaði jurtirnar mínar, valdi matinn sem ég borðaði og hreyfði mig eitthvað á hverjum degi, ásamt því að dreifa huganum við uppbyggilega hluti og horfa á það jákvæða sem oftast tókst með aðstoð þeirra frábæru vina sem ég á og hafa stutt mig í blíðu og stríðu Kærar þakkir til ykkar allra. Í dag hef ég yfirunnið krabbameinið og fyrir mína parta þá er ég samfærð um að ég væri ekki í svona góðri stöðu í dag ef ég hefði haldið áfram á þeim lyfjum sem ég átti að taka í eftirmeðferð, ég velti meira segja fyrir mér hvort ég væri á lífi. Þá kemur hér langi pistillinn Mikil umfjöllun og mjög óvægin hefur verið í gangi í fjölmiðlum um óhefðbundnar- viðbótar meðferðir í lækningaskini. Umfjöllunin þessi hefur verið að mínu mati mjög ófagleg og hefur einkennst af reiði og þekkingarleysi sérstaklega frá fréttamönnum (t.d. að kalla Ævar Jóhannesson, níðing). Þetta virðist oft og tíðum hafa þann eina tilgang að brjóta niður allt varðandi lækningar nema þær sem eru veittar í gegnum heilbrigðiskerfi landsmanna. En jafnvel margar þær lækningar og gífurleg notkun ýmsa lyfja eru líka að fá mjög slæma útreið að vísu á hljóðlátari hátt aðalega hér á facbook síðum og með litlu letri á síðum fréttablaða. En í ljós er að koma að aukaverkun lyfja og afleiðingar ýmissa aðgerðar í heilbrigðiskerfinu hafa oft alvarlegar afleiðingar á heilsu einstaklinga. Við hér á Íslandi erum líklega töluvert á eftir mörgum þjóðum í að taka þessa umræðu af festu og skynsemi, spyrja spurninga og leita eftir því sem eykur heilbrigði. Stefna hefur verið mótuð í heilbrigðsmálum þjóðarinnar hvað varðar „hefðbundnar“ lækningar en hvað varðar „óhefðbundnar“ eða viðbótar lækningar er hér á landi í dálítilli auðn sem er slæmt mál því í auðninni er líka hætta á að eitthvað þrífist sem ekki á að þrífast. Núna síðustu daga hef ég verið að skoða ýmsar rannsóknir á hefðbundnum meðferðum og í framhaldi af því virkilega verið að velta fyrir mér hvar læknisfræðin er stödd. Sumir læknar hafa látið í sér heyra fullir af vandlætingu yfir óhefðbundnum lækningum þannig að fólk sem notar holt matarræði og óhefðbundnar meðferðir lítur á sig sem annars flokks þjóðfélagsþegna. Aðrir læknar hafa stigið fram og tjáð sig um að læknisfræðin hafi á sumum stöðum verið á mjög alvarlegum villigötum og alls ekki verið að gefa fólki réttar leiðbeiningar. Nokkrir læknar hafa leiðrétt meðferðir samkvæmt nýjustu vitneskju eins og hjartalæknirinn Dr. Dwight Lundell (Heart surgeon speaks out on what really causes heart disease). Þar tjáir hann sig um orsakir hjartasjúkdóma, jafnframt því sem hann segir að læknar eigi oft erfitt með að játa að þeir hafi rangt fyrir sér. Í grein sinni bendir hann á hvernig læknar settu fólk á kólestról lækkandi lyf og sögðu þeim að stórminnka fitu en þessar ráðleggingar hafa síðan orsakað fjölda sjúkdóma. Þegar ég skoðaði ýmsar rannsóknir um statín lyf (kólesteról lækkandi) þá er talað um léttvæg áhrif á heilsu miðað við allt það tjón sem það veldur. Aukaverkanir sem nefndar eru, eru t.d. aukin tíðni krabbameins, sykursýki, verkir frá stoðkerfi, vitræn skerðing og þunglyndi þar sem minnkað kólestrol í frumuhimnu fækkar fjölda á serotonin móttökum. Einnig eru aukin banvæn hjartaáföll, vöðvaskemdir, taugaskemdir, lifraskemdir og lyfið eyðir einnig úr líkamanum nauðsynlegum næringarefnum eins og kóensím og selen. Það má segja að þetta sé kaldhæðni þegar ætlunin er með inntöku þeirra að lengja líf og vernda hjartað. Í skoðun minni fann ég líka áhugaverðar rannsóknir þar sem bent var á að ráðleggingar um kalk inntöku í pilluformi væri ekki skynsamlegt þegar úrkölkun er í beinum, eða til að nota á fyrirbyggjandi hátt, Þetta geti einfaldlega haft slæmar afleiðingar og aukaverkanir svo sem skemmd í heila og orsakað hjartaáföll. Við eigum að fá kalkið úr fæðunni. Beinin okkar er lifandi vefur sem þarf, C-vítamín, amínósýrur, magnesíum, kísil, vítamín D og K ásamt því að hreyfa okkur reglulega. Kalk sem er ekki í réttu magni á réttum stað getur þannig valdið alvarlegum heilsubrest. Annað sem ég vil nefna hér er að hefðbundnar lækningar hafa reynt að stjórna og draga úr líkamshita í veikindum.. Mikið hefur t.d. verið notað af parasetamóli.Parasetamólið er líka að skaða líkamann þar sem hiti er náttúruleg leið líkamans til að vinna bug á til dæmis bakteríu- og veiru sýkingu og með því að gefa hitalækkandi lyf er verið að veikja ónæmiskerfið. Ofnotkun á hitalækkandi lyfjum hjá börnum getur þannig haft varanlegar afleiðingar á framtíðarheilsu þeirra. Þarna er hægt að nota óhefðbundna aðferð sem er kæling og vökvaneysla og notkun jurtates til að draga úr of háum hita. Í desember 2014 birtist mjög góð grein á vef heilsufrelsis, þar sem útskýrt er eituráhrif lyfja á hvatbera sem gott er að lesa. Með því að vera vakandi fyrir öllum þeim mat-, snyrti og hreinlætis vörum sem við notum, gæta að umhverfisþáttum, ásamt því að rækta líkama okkar og sál er ég samfærð um við getum stuðlað að auknu heilbrigði og miklum sparnaði í ríkisrekstri. Draumur minn er að hefðbundnar og óhefðbundnar aðferðir í lækningum vinni saman og að öll vitneskja í sambandi við lækningar sem kemur fram sé veitt í þeim tilgangi að stuðla að sem mestu og bestu heilbrigði hverju sinni. Því mundi ég leggja það til að með byggingu nýs Landspítala verði deild þar sem notkun gagnreynda óhefðbundna lækninga á sitt pláss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Væri ekki sjálfsagt að setja upp þann kost að fólk gæti valið sér á einhvern hátt hvernig meðferð það fengi þegar það leggst inn á sjúkrahús? Venjulega einset ég mér að hafa stutta pistla en nú ætla ég að skrifa langan. Tilefnið er að komin eru rúm fimm ár frá því að ég lauk minni hefðbundnu lyfjameðferð eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein, í reyndinni átti ég að vera á andhormóna meðferð (sem er kostnaðarsöm) alveg fram á þetta ár, en þegar ég var búin að prufa lyfin í nokkra mánuði með tilheyrandi aukaverkunum þar sem ég var undirlögð af skelfilegum liðverkjum, streitu, vanlíðan og upplifði mig eldast um fjölda ára tók ég þá ákvörðun að stoppa inntökuna . Ákvörðunin var tekin ekki hvað síst vegna þess að ég mat það þannig að vegna streitu og vanlíðunar væri ég í meiri hættu að fá krabbamein. Ég notaði jurtirnar mínar, valdi matinn sem ég borðaði og hreyfði mig eitthvað á hverjum degi, ásamt því að dreifa huganum við uppbyggilega hluti og horfa á það jákvæða sem oftast tókst með aðstoð þeirra frábæru vina sem ég á og hafa stutt mig í blíðu og stríðu Kærar þakkir til ykkar allra. Í dag hef ég yfirunnið krabbameinið og fyrir mína parta þá er ég samfærð um að ég væri ekki í svona góðri stöðu í dag ef ég hefði haldið áfram á þeim lyfjum sem ég átti að taka í eftirmeðferð, ég velti meira segja fyrir mér hvort ég væri á lífi. Þá kemur hér langi pistillinn Mikil umfjöllun og mjög óvægin hefur verið í gangi í fjölmiðlum um óhefðbundnar- viðbótar meðferðir í lækningaskini. Umfjöllunin þessi hefur verið að mínu mati mjög ófagleg og hefur einkennst af reiði og þekkingarleysi sérstaklega frá fréttamönnum (t.d. að kalla Ævar Jóhannesson, níðing). Þetta virðist oft og tíðum hafa þann eina tilgang að brjóta niður allt varðandi lækningar nema þær sem eru veittar í gegnum heilbrigðiskerfi landsmanna. En jafnvel margar þær lækningar og gífurleg notkun ýmsa lyfja eru líka að fá mjög slæma útreið að vísu á hljóðlátari hátt aðalega hér á facbook síðum og með litlu letri á síðum fréttablaða. En í ljós er að koma að aukaverkun lyfja og afleiðingar ýmissa aðgerðar í heilbrigðiskerfinu hafa oft alvarlegar afleiðingar á heilsu einstaklinga. Við hér á Íslandi erum líklega töluvert á eftir mörgum þjóðum í að taka þessa umræðu af festu og skynsemi, spyrja spurninga og leita eftir því sem eykur heilbrigði. Stefna hefur verið mótuð í heilbrigðsmálum þjóðarinnar hvað varðar „hefðbundnar“ lækningar en hvað varðar „óhefðbundnar“ eða viðbótar lækningar er hér á landi í dálítilli auðn sem er slæmt mál því í auðninni er líka hætta á að eitthvað þrífist sem ekki á að þrífast. Núna síðustu daga hef ég verið að skoða ýmsar rannsóknir á hefðbundnum meðferðum og í framhaldi af því virkilega verið að velta fyrir mér hvar læknisfræðin er stödd. Sumir læknar hafa látið í sér heyra fullir af vandlætingu yfir óhefðbundnum lækningum þannig að fólk sem notar holt matarræði og óhefðbundnar meðferðir lítur á sig sem annars flokks þjóðfélagsþegna. Aðrir læknar hafa stigið fram og tjáð sig um að læknisfræðin hafi á sumum stöðum verið á mjög alvarlegum villigötum og alls ekki verið að gefa fólki réttar leiðbeiningar. Nokkrir læknar hafa leiðrétt meðferðir samkvæmt nýjustu vitneskju eins og hjartalæknirinn Dr. Dwight Lundell (Heart surgeon speaks out on what really causes heart disease). Þar tjáir hann sig um orsakir hjartasjúkdóma, jafnframt því sem hann segir að læknar eigi oft erfitt með að játa að þeir hafi rangt fyrir sér. Í grein sinni bendir hann á hvernig læknar settu fólk á kólestról lækkandi lyf og sögðu þeim að stórminnka fitu en þessar ráðleggingar hafa síðan orsakað fjölda sjúkdóma. Þegar ég skoðaði ýmsar rannsóknir um statín lyf (kólesteról lækkandi) þá er talað um léttvæg áhrif á heilsu miðað við allt það tjón sem það veldur. Aukaverkanir sem nefndar eru, eru t.d. aukin tíðni krabbameins, sykursýki, verkir frá stoðkerfi, vitræn skerðing og þunglyndi þar sem minnkað kólestrol í frumuhimnu fækkar fjölda á serotonin móttökum. Einnig eru aukin banvæn hjartaáföll, vöðvaskemdir, taugaskemdir, lifraskemdir og lyfið eyðir einnig úr líkamanum nauðsynlegum næringarefnum eins og kóensím og selen. Það má segja að þetta sé kaldhæðni þegar ætlunin er með inntöku þeirra að lengja líf og vernda hjartað. Í skoðun minni fann ég líka áhugaverðar rannsóknir þar sem bent var á að ráðleggingar um kalk inntöku í pilluformi væri ekki skynsamlegt þegar úrkölkun er í beinum, eða til að nota á fyrirbyggjandi hátt, Þetta geti einfaldlega haft slæmar afleiðingar og aukaverkanir svo sem skemmd í heila og orsakað hjartaáföll. Við eigum að fá kalkið úr fæðunni. Beinin okkar er lifandi vefur sem þarf, C-vítamín, amínósýrur, magnesíum, kísil, vítamín D og K ásamt því að hreyfa okkur reglulega. Kalk sem er ekki í réttu magni á réttum stað getur þannig valdið alvarlegum heilsubrest. Annað sem ég vil nefna hér er að hefðbundnar lækningar hafa reynt að stjórna og draga úr líkamshita í veikindum.. Mikið hefur t.d. verið notað af parasetamóli.Parasetamólið er líka að skaða líkamann þar sem hiti er náttúruleg leið líkamans til að vinna bug á til dæmis bakteríu- og veiru sýkingu og með því að gefa hitalækkandi lyf er verið að veikja ónæmiskerfið. Ofnotkun á hitalækkandi lyfjum hjá börnum getur þannig haft varanlegar afleiðingar á framtíðarheilsu þeirra. Þarna er hægt að nota óhefðbundna aðferð sem er kæling og vökvaneysla og notkun jurtates til að draga úr of háum hita. Í desember 2014 birtist mjög góð grein á vef heilsufrelsis, þar sem útskýrt er eituráhrif lyfja á hvatbera sem gott er að lesa. Með því að vera vakandi fyrir öllum þeim mat-, snyrti og hreinlætis vörum sem við notum, gæta að umhverfisþáttum, ásamt því að rækta líkama okkar og sál er ég samfærð um við getum stuðlað að auknu heilbrigði og miklum sparnaði í ríkisrekstri. Draumur minn er að hefðbundnar og óhefðbundnar aðferðir í lækningum vinni saman og að öll vitneskja í sambandi við lækningar sem kemur fram sé veitt í þeim tilgangi að stuðla að sem mestu og bestu heilbrigði hverju sinni. Því mundi ég leggja það til að með byggingu nýs Landspítala verði deild þar sem notkun gagnreynda óhefðbundna lækninga á sitt pláss.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar