Hætta á að um 200 börn hér á landi fái ekki nauðsynlega læknisþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2015 10:51 "Ég óttast að dóttir mín, eða önnur börn, fái slæmt kast og að við getum ekkert í því gert. Við megum alveg eiga von á því vegna þess að það eru um 200 gigtveik börn hér á landi. “ vísir/vilhelm Óljóst er hvort börn með gigt fái nauðsynlega aðstoð í sumar vegna skorts á sérfræðingum á Landspítalanum. Einungis einn sérfræðingur starfar á spítalanum en hátt í 200 börn hér á landi eru gigtveik. Gigtarfélag Íslands og Félag foreldra barna með gigtveiki hafa þungar áhyggjur af stöðunni og munu funda um málið með Landspítalanum í byrjun júní. „Staðan var síðast slæm árið 2010. Þá var enginn sérfræðingur í rúmar þrjár vikur og þá lenti dóttir mín frekar illa í því tveggja ára gömul. Hún gat ekki staðið í fæturna í þessar þrjár vikur því það var ekkert hægt að gera. Það var enginn gigtarlæknir sem treysti sér til að fá svona ungt barn til sín. Þannig að við þurftum bara að bíða,“ segir Sunna Brá Stefánsdóttir, formaður Félags foreldra barna með gigtveiki.Biðtíminn of langur Í kjölfarið setti Landspítalinn á laggirnar gigtarteymi, skipað af fimm manns; lækni, hjúkrunarfræðing, sálfræðing, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa. Sunna segir teymið vinna frábært starf, en að biðtíminn sé of langur. Dæmi séu um að bíða þurfi hátt í þrjá mánuði „Það þarf að laga þennan biðtíma fyrir gigtarbörnin. Þetta er erfiður sjúkdómur að bíða með. Hann kemur í köstum og jafnvel bólgum með og það þarf að grípa inn í sem fyrst.,“ segir hún. Sunna segir því að finna verði lausn. Fleiri sérfræðinga þurfi og að óásættanlegt sé að setja svo mikla ábyrgð á einn lækni sem geti ekki tekið sér frí án þess að allt fari í uppnám.Áhyggjufull yfir framtíðinni „Ég óttast að dóttir mín, eða önnur börn, fái slæmt kast og að við getum ekkert í því gert. Við megum alveg eiga von á því vegna þess að það eru um 200 gigtveik börn hér á landi. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að einn læknir geti sinnt þessu öllu, alltaf. Það er svo erfitt að vera í þessari óvissu.“ Hún er því afar áhyggjufull yfir sumrinu. Hún segist sjaldan hafa kynnst eins slæmum vetri sem hafi haft veruleg áhrif á dóttur sína. „Kuldinn og rakinn hefur svo mikil áhrif. Ég er búin að heyra í ansi mörgum foreldrum sem allir segja að þetta sé búinn að vera með verri vetrum svona sjúkdómlega séð.“ Barnagigt telst til sjálfsónæmissjúkdóma og er orsök hennar óþekkt. Barnaliðagigt flokkast í fáliðagigt, fjölliðagigt og fjölkerfaliðagigt þar sem sjúkdómurinn leggst líka á önnur líffæri en liði s.s.meltingarfæri, nýru og augu. Um það bil 15 prósent barna með barnaliðagigt fá langvinna lithimnubólgu í augu. Aðrir fl okkar eru psoriasisliðagigt og hryggikt. Að auki geta börn fengið bandvefssjúkdóma eins og t.d. rauða úlfa. Tíu til fjórtán börn greinast með gigt á ári hverju. Jón R. Kristinsson hefur síðustu áratugi tekið að sér gigtveik börn en er nú kominn á aldur og hættur störfum á Landspítalanum. Hann rekur þó sína eign læknastofu í dag og tekur á móti gigtveikum börnum tvisvar í viku. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Sjá meira
Óljóst er hvort börn með gigt fái nauðsynlega aðstoð í sumar vegna skorts á sérfræðingum á Landspítalanum. Einungis einn sérfræðingur starfar á spítalanum en hátt í 200 börn hér á landi eru gigtveik. Gigtarfélag Íslands og Félag foreldra barna með gigtveiki hafa þungar áhyggjur af stöðunni og munu funda um málið með Landspítalanum í byrjun júní. „Staðan var síðast slæm árið 2010. Þá var enginn sérfræðingur í rúmar þrjár vikur og þá lenti dóttir mín frekar illa í því tveggja ára gömul. Hún gat ekki staðið í fæturna í þessar þrjár vikur því það var ekkert hægt að gera. Það var enginn gigtarlæknir sem treysti sér til að fá svona ungt barn til sín. Þannig að við þurftum bara að bíða,“ segir Sunna Brá Stefánsdóttir, formaður Félags foreldra barna með gigtveiki.Biðtíminn of langur Í kjölfarið setti Landspítalinn á laggirnar gigtarteymi, skipað af fimm manns; lækni, hjúkrunarfræðing, sálfræðing, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa. Sunna segir teymið vinna frábært starf, en að biðtíminn sé of langur. Dæmi séu um að bíða þurfi hátt í þrjá mánuði „Það þarf að laga þennan biðtíma fyrir gigtarbörnin. Þetta er erfiður sjúkdómur að bíða með. Hann kemur í köstum og jafnvel bólgum með og það þarf að grípa inn í sem fyrst.,“ segir hún. Sunna segir því að finna verði lausn. Fleiri sérfræðinga þurfi og að óásættanlegt sé að setja svo mikla ábyrgð á einn lækni sem geti ekki tekið sér frí án þess að allt fari í uppnám.Áhyggjufull yfir framtíðinni „Ég óttast að dóttir mín, eða önnur börn, fái slæmt kast og að við getum ekkert í því gert. Við megum alveg eiga von á því vegna þess að það eru um 200 gigtveik börn hér á landi. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að einn læknir geti sinnt þessu öllu, alltaf. Það er svo erfitt að vera í þessari óvissu.“ Hún er því afar áhyggjufull yfir sumrinu. Hún segist sjaldan hafa kynnst eins slæmum vetri sem hafi haft veruleg áhrif á dóttur sína. „Kuldinn og rakinn hefur svo mikil áhrif. Ég er búin að heyra í ansi mörgum foreldrum sem allir segja að þetta sé búinn að vera með verri vetrum svona sjúkdómlega séð.“ Barnagigt telst til sjálfsónæmissjúkdóma og er orsök hennar óþekkt. Barnaliðagigt flokkast í fáliðagigt, fjölliðagigt og fjölkerfaliðagigt þar sem sjúkdómurinn leggst líka á önnur líffæri en liði s.s.meltingarfæri, nýru og augu. Um það bil 15 prósent barna með barnaliðagigt fá langvinna lithimnubólgu í augu. Aðrir fl okkar eru psoriasisliðagigt og hryggikt. Að auki geta börn fengið bandvefssjúkdóma eins og t.d. rauða úlfa. Tíu til fjórtán börn greinast með gigt á ári hverju. Jón R. Kristinsson hefur síðustu áratugi tekið að sér gigtveik börn en er nú kominn á aldur og hættur störfum á Landspítalanum. Hann rekur þó sína eign læknastofu í dag og tekur á móti gigtveikum börnum tvisvar í viku.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Sjá meira