Skynsamlegra að Alþingi eignist eigið húsnæði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 22:50 Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fagnar því að ríkisstjórnin styðji áform um að leysa húsnæðisvanda þingsins. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða hvort nýta eigi gamla teikningu Guðjóns Samúelssonar. Forsætisráðherra vakti athygli fyrir páska þegar hann kynnti tillögu um nýja skrifstofubyggingu Alþingis og að hún risi á grunni hundrað ára gamallar teikningar Guðjóns Samúelssonar. Í umræðu hefur forsætisráðherra verið sakaður um að fara inn á verksvið þingsins. En hvað segir forseti Alþingis? Er verið að grípa fram fyrir hendur forsætisnefnd? „Það er alls ekki þannig og þetta verður auðvitað að lokum ákvörðun þingsins með hvaða hætti verður byggt yfir þingið,“ segir Einar. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem stuðning ríkisstjórnarinnar við þessa viðleitni okkar í forsætisnefnd að finna varanlega lausn fyrir þingið á framtíðarhúsnæði þess.“ Einar segir frumkvæðið hafa verið hjá forsætisnefnd og mikilvægt hafi verið að ríkisstjórnin hafi tekið undir fjárhagsleg sjónarmið þingsins. Alþingi leigi núna húsnæði á nokkrum stöðum í miðborginni með ærnum tilkostnaði. „Þegar við fórum að skoða þessi mál þá var það niðurstaða okkar að skynsamlegra væri, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að Alþingi eignaðist sitt eigið húsnæði. Þannig höfum við verið að vinna með þetta í forsætisnefndinni og verið bærilegur samhljómur um það.“Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Þegar Einar er inntur álits á þeirri hugmynd að byggja á þessari gömlu teikningu segir hann ekki tímabært að taka afstöðu til hennar. Útlit hússins sé eitthvað sem menn vinni úr í framtíðinni. „Þannig að ég í sjálfu sér á þessu stigi get ekki tekið afstöðu til þessarar teikningar, sem ég hef ekki kynnt mér nægjanlega og hef þannig ekki áttað mig á því með hvaða hætti hún fellur að þessu umhverfi hérna né að þörfum þingsins.“ Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fagnar því að ríkisstjórnin styðji áform um að leysa húsnæðisvanda þingsins. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða hvort nýta eigi gamla teikningu Guðjóns Samúelssonar. Forsætisráðherra vakti athygli fyrir páska þegar hann kynnti tillögu um nýja skrifstofubyggingu Alþingis og að hún risi á grunni hundrað ára gamallar teikningar Guðjóns Samúelssonar. Í umræðu hefur forsætisráðherra verið sakaður um að fara inn á verksvið þingsins. En hvað segir forseti Alþingis? Er verið að grípa fram fyrir hendur forsætisnefnd? „Það er alls ekki þannig og þetta verður auðvitað að lokum ákvörðun þingsins með hvaða hætti verður byggt yfir þingið,“ segir Einar. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem stuðning ríkisstjórnarinnar við þessa viðleitni okkar í forsætisnefnd að finna varanlega lausn fyrir þingið á framtíðarhúsnæði þess.“ Einar segir frumkvæðið hafa verið hjá forsætisnefnd og mikilvægt hafi verið að ríkisstjórnin hafi tekið undir fjárhagsleg sjónarmið þingsins. Alþingi leigi núna húsnæði á nokkrum stöðum í miðborginni með ærnum tilkostnaði. „Þegar við fórum að skoða þessi mál þá var það niðurstaða okkar að skynsamlegra væri, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að Alþingi eignaðist sitt eigið húsnæði. Þannig höfum við verið að vinna með þetta í forsætisnefndinni og verið bærilegur samhljómur um það.“Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Þegar Einar er inntur álits á þeirri hugmynd að byggja á þessari gömlu teikningu segir hann ekki tímabært að taka afstöðu til hennar. Útlit hússins sé eitthvað sem menn vinni úr í framtíðinni. „Þannig að ég í sjálfu sér á þessu stigi get ekki tekið afstöðu til þessarar teikningar, sem ég hef ekki kynnt mér nægjanlega og hef þannig ekki áttað mig á því með hvaða hætti hún fellur að þessu umhverfi hérna né að þörfum þingsins.“
Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00