Körfubolti

Jóhann tekur við Grindavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá undirrituninni í dag. Jóhann er til vinstri og Guðmundur lengst til hægri.
Frá undirrituninni í dag. Jóhann er til vinstri og Guðmundur lengst til hægri. Mynd/UMFG.is
Jóhann Ólafsson var í dag ráðinn þjálfari Grindavíkur sem leikur í Domino's-deild karla í körfubolta. Hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni.

Guðmundur Bragason, fyrrum leikmaður Grindavíkur til margra ára, var ráðinn aðstoðarþjálfari Jóhanns.

Jóhann hefur verið aðstoðarþjálfari Grindavíkur undanfarin ár og því öllum hnútum kunnugur innan félagsins. Bræður hans, Þorleifur og Ólafur, hafa verið lykilmenn í liðinu undanfarin ár en sá síðarnefndi heldur í sumar til Frakklands.

Jóhann neyddist ungur að árum til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.