Þörf á sjö blindrahundum Linda Blöndal skrifar 17. apríl 2015 19:39 Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira