Innlent

Farmur flutningabíls féll á mann í Hveragerði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Vísir/Vilhelm
Farmur flutningabíls féll á ökumann bílsins með þeim afleiðingum að hann slasaðist. Atvikið átti sér stað í Hveragerði um klukkan hálf þrjú síðdegis en maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi.



Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins auk þes sem Vinnueftirlit Suðurlands hefur verið kallað til.


Um 14:30 varð vinnuslys í Hveragerði þar sem verið var að afferma flutningarbifreið. Hluti farms féll á ökumann...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Wednesday, April 8, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×