Eggjum grýtt í hús skólastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2015 12:44 Áslandsskóli hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna samnings Hafnarfjarðarbæjar við eigendur skólans. Vísir/Vilhelm/Daníel Leifur S. Garðarsson, skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði, greinir frá því að í annað skiptið á rúmu hálfu ári hafi eggjum verið kastað í hús hans. Hann segir það umhugsunarefni að í bæði skiptin hafi uppákoman átt sér stað um svipað leyti og fjölmiðlar fjalla um ákvarðanir tengdar prófasvindli nemenda skólans. Hópur foreldra fyrrverandi nemenda við skólann, 10. bekkinga sem luku grunnskóla síðastliðið vor, hefur lagt fram stjórnsýslukæra þar sem kærð er ákvörðun fræsðluráðs Hafnarfjarðar um að samþykkja breytingar á skólanámskrá og skóladagatali 19. maí 2014. Leifur hafði frumkvæði að breytingunum eftir að nítján nemendum var tímabundið vikið úr skólanum vegna gruns um prófasvindl. Nemendurnir voru sakaðir um að hafa komist yfir próf með því að fara í gegnum persónuleg gögn kennara. Voru teknar myndir af prófunum og þeim deilt í lokuðum hópi á Facebook-síðu. Stjórnandi síðunnar var boðaður á fund skólastjóra þar sem þess var óskað að hann skráði sig inn á síðuna og sýndi skólastjóranum hvað þar væri að finna. Var hann svo látinn loka síðunni án þess að tekin væru skjáskot eða myndir til sönnunar. Halda foreldrarnir því þannig fram að aldrei hafi sannast að drengirnir hafi brotið af sér. Málið var tekið fyrir á fundi fræðsluráðs í síðustu viku en gögnin sem bárust frá innanríkisráðuneytinu vegna kærunnar má sjá í viðhengi hér að neðan.Gerðu ekki mikið úr síðasta eggjakasti „Það er ekki notaleg tilfinning þegar ráðist er inn í þá friðhelgi sem maður telur sig eiga rétt á í einkalífi,“ segir Leifur í færslu á Facebook. Eggjum hafi verið kastað í húsið í október og svo aftur í nótt. Hann segir óneitanlega umhugsunarefni, án þess að vilja setjast í dómarasæti, að tímasetningarnar eigi það sameiginlegt að umræða sé í fjölmiðlum um ákvarðanir í tengslum við prófasvindl nemenda á síðasta skólaári. „Þegar húsið var útatað í eggjum í október ákváðum við að gera ekki mikið úr, láta lögregluna vita og þrífa herlegheitin,“ skrifar Leifur. Í þetta skipti hafi lögreglan brugðist skjótt við, komið á staðinn og farið yfir verksummerki. Leifur óskar eftir ábendingum um hver hafi staðið að eggjakastinu. „Mér þykir ólíklegt að þeir einstaklingar sem þetta gera búi við vellíðan og ró í hjarta en ég óska þeim engu að síður gleðilegra páska.“ Ekki náðist í Leif við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Hafnfirðingar tapa milljörðum á samningi um Áslandsskóla Bæjarstjóri Hafnarfjarðar freistar þess nú að endursemja við fyrirtækið sem á og rekur Áslandsskóla á kostnað bæjarins. Skattgreiðendur í Hafnarfirði munu þegar upp verður staðið hafa tapað milljörðum króna á samningi um einkaframkvæmd vegna skólans. Að samningstíma loknum verður sveitarfélagið búið að greiða upp skólann án þess að eiga krónu í honum. 29. mars 2015 19:30 Áslandsskóli ekki stækkaður: Lausn komin á húsnæðisvandanum Fræðsluráði Hafnarfjarðar var í morgun kynnt niðurstaða sem fengist hefur í húsnæðismálum Áslandsskóla í samráði við skólastjórnendur og foreldra barna í skólanum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. 23. mars 2015 13:46 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira
Leifur S. Garðarsson, skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði, greinir frá því að í annað skiptið á rúmu hálfu ári hafi eggjum verið kastað í hús hans. Hann segir það umhugsunarefni að í bæði skiptin hafi uppákoman átt sér stað um svipað leyti og fjölmiðlar fjalla um ákvarðanir tengdar prófasvindli nemenda skólans. Hópur foreldra fyrrverandi nemenda við skólann, 10. bekkinga sem luku grunnskóla síðastliðið vor, hefur lagt fram stjórnsýslukæra þar sem kærð er ákvörðun fræsðluráðs Hafnarfjarðar um að samþykkja breytingar á skólanámskrá og skóladagatali 19. maí 2014. Leifur hafði frumkvæði að breytingunum eftir að nítján nemendum var tímabundið vikið úr skólanum vegna gruns um prófasvindl. Nemendurnir voru sakaðir um að hafa komist yfir próf með því að fara í gegnum persónuleg gögn kennara. Voru teknar myndir af prófunum og þeim deilt í lokuðum hópi á Facebook-síðu. Stjórnandi síðunnar var boðaður á fund skólastjóra þar sem þess var óskað að hann skráði sig inn á síðuna og sýndi skólastjóranum hvað þar væri að finna. Var hann svo látinn loka síðunni án þess að tekin væru skjáskot eða myndir til sönnunar. Halda foreldrarnir því þannig fram að aldrei hafi sannast að drengirnir hafi brotið af sér. Málið var tekið fyrir á fundi fræðsluráðs í síðustu viku en gögnin sem bárust frá innanríkisráðuneytinu vegna kærunnar má sjá í viðhengi hér að neðan.Gerðu ekki mikið úr síðasta eggjakasti „Það er ekki notaleg tilfinning þegar ráðist er inn í þá friðhelgi sem maður telur sig eiga rétt á í einkalífi,“ segir Leifur í færslu á Facebook. Eggjum hafi verið kastað í húsið í október og svo aftur í nótt. Hann segir óneitanlega umhugsunarefni, án þess að vilja setjast í dómarasæti, að tímasetningarnar eigi það sameiginlegt að umræða sé í fjölmiðlum um ákvarðanir í tengslum við prófasvindl nemenda á síðasta skólaári. „Þegar húsið var útatað í eggjum í október ákváðum við að gera ekki mikið úr, láta lögregluna vita og þrífa herlegheitin,“ skrifar Leifur. Í þetta skipti hafi lögreglan brugðist skjótt við, komið á staðinn og farið yfir verksummerki. Leifur óskar eftir ábendingum um hver hafi staðið að eggjakastinu. „Mér þykir ólíklegt að þeir einstaklingar sem þetta gera búi við vellíðan og ró í hjarta en ég óska þeim engu að síður gleðilegra páska.“ Ekki náðist í Leif við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Hafnfirðingar tapa milljörðum á samningi um Áslandsskóla Bæjarstjóri Hafnarfjarðar freistar þess nú að endursemja við fyrirtækið sem á og rekur Áslandsskóla á kostnað bæjarins. Skattgreiðendur í Hafnarfirði munu þegar upp verður staðið hafa tapað milljörðum króna á samningi um einkaframkvæmd vegna skólans. Að samningstíma loknum verður sveitarfélagið búið að greiða upp skólann án þess að eiga krónu í honum. 29. mars 2015 19:30 Áslandsskóli ekki stækkaður: Lausn komin á húsnæðisvandanum Fræðsluráði Hafnarfjarðar var í morgun kynnt niðurstaða sem fengist hefur í húsnæðismálum Áslandsskóla í samráði við skólastjórnendur og foreldra barna í skólanum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. 23. mars 2015 13:46 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira
Hafnfirðingar tapa milljörðum á samningi um Áslandsskóla Bæjarstjóri Hafnarfjarðar freistar þess nú að endursemja við fyrirtækið sem á og rekur Áslandsskóla á kostnað bæjarins. Skattgreiðendur í Hafnarfirði munu þegar upp verður staðið hafa tapað milljörðum króna á samningi um einkaframkvæmd vegna skólans. Að samningstíma loknum verður sveitarfélagið búið að greiða upp skólann án þess að eiga krónu í honum. 29. mars 2015 19:30
Áslandsskóli ekki stækkaður: Lausn komin á húsnæðisvandanum Fræðsluráði Hafnarfjarðar var í morgun kynnt niðurstaða sem fengist hefur í húsnæðismálum Áslandsskóla í samráði við skólastjórnendur og foreldra barna í skólanum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. 23. mars 2015 13:46