Drómasýki í kjölfar svínaflensu: "Ég hef sofnað í sundi“ þórhildur þorkelsdóttir skrifar 30. mars 2015 19:22 Berglind Dúna Sigurðardóttir, sem fékk bætur frá ríkinu vegna þess að hún fékk drómasýki eftir bólusetningu við svínaflensu, segir fleiri einstaklinga með sjúkdóminn hyggjast leita réttar síns, þar sem þeir telji að hægt sé að rekja veikindin til bólusetningarinnar. Berglind var fimmtán ára þegar hún fór í bólusetningu gegn svínainfluensu í lok árs 2010. Fljótlega eftir það fór hún að finna mikinn mun á heilsu sinni og var í kjölfarið greind með Drómasýki. Fjölskyldur hennar og tveggja annarra stúlkna leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. Hún segir mikinn létti að hafa loks fengið tengslin viðurkennd. „Peningurinn er minnsta málið af þessu. Bara það að ríkið hafi viðurkennt tengslin. Í byrjun þegar ég fékk svínaflensuna þá vildi ég ekki fara í svínaflensusprautuna. Mamma mín lét mig fara í hana, þannig að henni hefur fundist ábyrgðin verið svolítið hennar, en hún er það ekkert,“ segir Berglind. Drómasýkin hefur haft mikil áhrif á líf Berglindar. Þegar mest er þarf hún að leggja sig á klukkutíma fresti, og geta svefnflogin varað allt frá nokkrum mínutum í yfir klukkutíma. Hún er nú á lyfjum sem hjálpa henni að komast í gegnum daginn en er 75 prósent öryrki. Þá er hún með fylgisjúkdóminn kataplexí, sem veldur því að hún missir mátt í öllum vöðvum likamans þegar hún hlær. „Ég er bara í rauninni búin að venja mig af því að hlæja og ef ég finn að ég er að fá kast þá einhvern veginn reyni ég að blokka allt sem gerist í kringum mig. Ég hef sofnað í sundi og í tímum, og ég sofna í rauninni alls staðar sem ég þarf að sofa. Því ef ég þarf að sofa þá sofna ég bara,” segir hún. Berglind segist vita um fleiri einstaklinga, að minnsta kosti fjóra, sem fengu drómasýki á svipuðum tíma og hún sjálf, og veit til þess að þeir ætli að leita réttar síns í kjölfar þess að hún og hinar konurnar fengu bætur. Hún segir mikilvægt að koma því á framfæri að þó að viðurkennt sé að tengsl hafi verið á milli drómasýki og svínaflensusprautunnar gildi það ekki yfir aðrar bólusetningar. „Eins og ég hef alltaf sagt; ég myndi láta bólusetja börnin mín í þeim bólusetningum sem standa til boða, því það eru bólusetningar sem búið er að rannsaka í mörg ár. En þetta er bólusetning sem var bönnuð í sumum löndum af því að það var ekki búið að rannsaka hana nóg.” Tengdar fréttir Ríkið greiðir þremur stúlkum 30 milljónir í bætur vegna bólusetningar Þrjár unglingsstúlkur fengu drómasýki eftir bólusetningu við svínainflúensu veturinn 2009 til 2010. Þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjú ár tók að fá bæturnar. 27. mars 2015 19:25 Öryrkjar fyrir lífstíð eftir svínabóluefnið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. 28. mars 2015 12:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Berglind Dúna Sigurðardóttir, sem fékk bætur frá ríkinu vegna þess að hún fékk drómasýki eftir bólusetningu við svínaflensu, segir fleiri einstaklinga með sjúkdóminn hyggjast leita réttar síns, þar sem þeir telji að hægt sé að rekja veikindin til bólusetningarinnar. Berglind var fimmtán ára þegar hún fór í bólusetningu gegn svínainfluensu í lok árs 2010. Fljótlega eftir það fór hún að finna mikinn mun á heilsu sinni og var í kjölfarið greind með Drómasýki. Fjölskyldur hennar og tveggja annarra stúlkna leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. Hún segir mikinn létti að hafa loks fengið tengslin viðurkennd. „Peningurinn er minnsta málið af þessu. Bara það að ríkið hafi viðurkennt tengslin. Í byrjun þegar ég fékk svínaflensuna þá vildi ég ekki fara í svínaflensusprautuna. Mamma mín lét mig fara í hana, þannig að henni hefur fundist ábyrgðin verið svolítið hennar, en hún er það ekkert,“ segir Berglind. Drómasýkin hefur haft mikil áhrif á líf Berglindar. Þegar mest er þarf hún að leggja sig á klukkutíma fresti, og geta svefnflogin varað allt frá nokkrum mínutum í yfir klukkutíma. Hún er nú á lyfjum sem hjálpa henni að komast í gegnum daginn en er 75 prósent öryrki. Þá er hún með fylgisjúkdóminn kataplexí, sem veldur því að hún missir mátt í öllum vöðvum likamans þegar hún hlær. „Ég er bara í rauninni búin að venja mig af því að hlæja og ef ég finn að ég er að fá kast þá einhvern veginn reyni ég að blokka allt sem gerist í kringum mig. Ég hef sofnað í sundi og í tímum, og ég sofna í rauninni alls staðar sem ég þarf að sofa. Því ef ég þarf að sofa þá sofna ég bara,” segir hún. Berglind segist vita um fleiri einstaklinga, að minnsta kosti fjóra, sem fengu drómasýki á svipuðum tíma og hún sjálf, og veit til þess að þeir ætli að leita réttar síns í kjölfar þess að hún og hinar konurnar fengu bætur. Hún segir mikilvægt að koma því á framfæri að þó að viðurkennt sé að tengsl hafi verið á milli drómasýki og svínaflensusprautunnar gildi það ekki yfir aðrar bólusetningar. „Eins og ég hef alltaf sagt; ég myndi láta bólusetja börnin mín í þeim bólusetningum sem standa til boða, því það eru bólusetningar sem búið er að rannsaka í mörg ár. En þetta er bólusetning sem var bönnuð í sumum löndum af því að það var ekki búið að rannsaka hana nóg.”
Tengdar fréttir Ríkið greiðir þremur stúlkum 30 milljónir í bætur vegna bólusetningar Þrjár unglingsstúlkur fengu drómasýki eftir bólusetningu við svínainflúensu veturinn 2009 til 2010. Þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjú ár tók að fá bæturnar. 27. mars 2015 19:25 Öryrkjar fyrir lífstíð eftir svínabóluefnið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. 28. mars 2015 12:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Ríkið greiðir þremur stúlkum 30 milljónir í bætur vegna bólusetningar Þrjár unglingsstúlkur fengu drómasýki eftir bólusetningu við svínainflúensu veturinn 2009 til 2010. Þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjú ár tók að fá bæturnar. 27. mars 2015 19:25
Öryrkjar fyrir lífstíð eftir svínabóluefnið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. 28. mars 2015 12:00