Vilja að Landspítalinn taki afstöðu til mótmælahópsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2015 13:24 Bryndís Björnsdóttir var berbrjósta við Landspítalann í dag og mótmælahópurinn Lífsvernd bað fyrir eyddum fóstrum líkt og alla þriðjudaga. Vísir/Ernir Bryndís Björnsdóttir fækkaði fötum við Landspítalann í dag og afhenti Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni forstjóra spítalans, undirskriftalista sem tæplega 1200 manns rituðu nafn sitt á. Með listanum er spítalinn hvattur til að taka afstöðu til mótmælahópsins Lífsverndar sem alla þriðjudaga hittist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og biður fyrir eyddum fóstrum. Bænahópurinn var á sínum stað við Kvennadeild spítalans í hádeginu í dag auk Bryndísar og þriggja annarra kvenna. „Þetta er góður dagur til að bera brjóstin. Sólin skín og það er vor í lofti,“ sagði Bryndís í samtali við blaðamann Vísis í hádeginu. Hún ákvað að grípa tækifærið og tengja afhendingu undirskriftalistans við brjóstabyltinguna svokölluðu.Hyggst ekki mæta fyrir framan spítalann á hverjum þriðjudegi „Mér fannst alveg tilefni til þess þar sem það var komin fram þessi birtingarmynd að konur voru að bera á sér brjóstin til að sýna að þær hefðu rétt yfir líkama sínum og lífi. Ég vildi því bara taka undir með því, nota tilefnið og afhenda undirskriftirnar.“ Bryndís vonast til þess að Landspítalinn taki afstöðu til mótmælahópsins. „Við sem skrifum undir þennan lista teljum að þessi mótmæli séu áreiti í garð kvenna því það eru um 1000 konur sem ganga um þessar dyr á hverju ári.“ Aðspurð hvort að Bryndís hyggist mæta á hverjum þriðjudegi fyrir framan Kvennadeildina ef undirskriftalistinn skilar ekki einhverju strax sagði hún: „Ég myndi telja að ég væri þá að ganga undir þeirra forsendur og myndi ekki telja það æskilegt, nei.“ Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fækka fötum fyrir utan Landspítalann Afhentur verður undirskriftalisti með 1200 nöfnum þar sem Landspítalinn er hvattur til að taka afstöðu til mótmælahóps sem hittist alla þriðjudaga og biður fyrir eyddum fóstrum. 30. mars 2015 23:36 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Bryndís Björnsdóttir fækkaði fötum við Landspítalann í dag og afhenti Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni forstjóra spítalans, undirskriftalista sem tæplega 1200 manns rituðu nafn sitt á. Með listanum er spítalinn hvattur til að taka afstöðu til mótmælahópsins Lífsverndar sem alla þriðjudaga hittist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og biður fyrir eyddum fóstrum. Bænahópurinn var á sínum stað við Kvennadeild spítalans í hádeginu í dag auk Bryndísar og þriggja annarra kvenna. „Þetta er góður dagur til að bera brjóstin. Sólin skín og það er vor í lofti,“ sagði Bryndís í samtali við blaðamann Vísis í hádeginu. Hún ákvað að grípa tækifærið og tengja afhendingu undirskriftalistans við brjóstabyltinguna svokölluðu.Hyggst ekki mæta fyrir framan spítalann á hverjum þriðjudegi „Mér fannst alveg tilefni til þess þar sem það var komin fram þessi birtingarmynd að konur voru að bera á sér brjóstin til að sýna að þær hefðu rétt yfir líkama sínum og lífi. Ég vildi því bara taka undir með því, nota tilefnið og afhenda undirskriftirnar.“ Bryndís vonast til þess að Landspítalinn taki afstöðu til mótmælahópsins. „Við sem skrifum undir þennan lista teljum að þessi mótmæli séu áreiti í garð kvenna því það eru um 1000 konur sem ganga um þessar dyr á hverju ári.“ Aðspurð hvort að Bryndís hyggist mæta á hverjum þriðjudegi fyrir framan Kvennadeildina ef undirskriftalistinn skilar ekki einhverju strax sagði hún: „Ég myndi telja að ég væri þá að ganga undir þeirra forsendur og myndi ekki telja það æskilegt, nei.“
Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fækka fötum fyrir utan Landspítalann Afhentur verður undirskriftalisti með 1200 nöfnum þar sem Landspítalinn er hvattur til að taka afstöðu til mótmælahóps sem hittist alla þriðjudaga og biður fyrir eyddum fóstrum. 30. mars 2015 23:36 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Hvetur fólk til að fækka fötum fyrir utan Landspítalann Afhentur verður undirskriftalisti með 1200 nöfnum þar sem Landspítalinn er hvattur til að taka afstöðu til mótmælahóps sem hittist alla þriðjudaga og biður fyrir eyddum fóstrum. 30. mars 2015 23:36
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30