Innlent

Seldu áfram þrátt fyrir afturköllun starfsleyfis

Samúel Karl Ólason skrifar
Nú hefur verið lagt hald á allt hráefni og birgðir hjá fyrirtækinu og verður málið kært til lögreglu.
Nú hefur verið lagt hald á allt hráefni og birgðir hjá fyrirtækinu og verður málið kært til lögreglu. Vísir/Pjetur
Fiskvinnsla Dagmanns Ingvasonar á Dalvík, hefur haldið áfram sölu og dreifingu matvæla, þrátt fyrir að Matvælastofnun hafi afturkallað starfsleyfi fyrirtækisins. Það var gert fyrir nokkru samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun.

Afurðirnar eru seldar til Belgíu.

MAST stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í nóvember vegna brota á matvælalögum. Nú hefur verið lagt hald á allt hráefni og birgðir hjá fyrirtækinu og verður málið kært til lögreglu. Þá hafa innflytjendur afurðanna í Belgíu verið upplýstir um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×