Gutierrez mun aldrei fyrirgefa Newcastle Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2015 17:15 Gutierrez kemur inn á í leiknum gegn United. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez segir að hann muni aldrei fyrirgefa Newcastle fyrir framkomu þess eftir að hann sneri aftur að lokinni krabbameinsmeðferð í heimalandinu. Gutierrez greindist fyrst með krabbamein í eistum í september 2013 og var annað eistað fjarlægt í október það ár. Hann sneri aftur til félagsins síns, Newcastle, mánuði síðar en var lánaður til Norwich í janúar og lék með liðinu til loka tímabilsins. Fáir vissu af baráttu Gutierrez við krabbameinið fyrr en að hann greindi frá því í viðtali í september að það hefði tekið sig upp. Hann hóf geislameðferð stuttu síðar og var svo útskrifaður af sjúkrahúsi í Argentínu þann 3. nóvember. Eftir hvíld og endurhæfingu sneri miðjumaðurinn loks aftur til Newcastle og spilaði sinn fyrsta leik með félaginu eftir veikindin er hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi liðsins gegn Manchester United í byrjun mánaðarins.Gutierrez með liðsfélaganum Yoan Gouffran á æfingu Newcastle.Vísir/GettyGutierrez greindi frá því í viðtali við fjölmiðla í vikunni að hann sé afar ósáttur við þau skilaboð sem hann fékk frá Alan Pardew, þáverandi stjóra liðsins, eftir að hann hafði lokið við fyrstu krabbameinsmeðferð sína. „Ég get ekki fyrirgefið þeim fyrir hvernig það var komið fram við mig,“ sagði Gutierrez í sjónvarpsviðtali við Canal+. „Ég fór í aðgerðina í Argentínu þar sem eistað var fjarlægt. Allar rannsóknir litu vel út eftir aðgerðina og um miðjan nóvember (2013) fór ég aftur til Englands.“ „Það var svo í byrjun desember að stjórinn [Alan Pardew] sagði að það væri best fyrir mig ef ég myndi finna mér annað félag. Ég skil hvernig fótboltinn virkar og menn þurfa stundum að taka svona ákvarðanir.“Vísir/Getty„Það er deginum ljósara að félagið hugsar um eigin hagsmuni en í aðstæðum eins og þessum þá er meira sem þarf að hafa í huga. Ég var búinn að þjóna félaginu í fimm ár og ég spilaði mikið.“ Þrátt fyrir það ákvað Gutierrez að snúa aftur eftir lánssamninginn og mun hann vera í herbúðum félagsins þar til í sumar en þá rennur samningur hans við Newcastle úti. „Ég ætla að gefa allt sem ég á og vona það besta. Ég sé hlutina nú frá öðru sjónarhorni og forgangsröðunin hjá manni breytist. Það mikilvægasta í lífinu er heilsan og hamingjan.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Jonás: Mun aldrei gleyma móttökunum | Myndir Argentínumaðurinn Jonás Gutiérrez sneri aftur á fótboltavöllinn í gær þegar Newcastle United tapaði fyrir Manchester United með einu marki gegn engu á St James' Park. 5. mars 2015 17:00 Jonás Gutiérrez sigraðist á krabbanum Jonás Gutiérrez, vængmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fékk góðar fréttir á dögunum en læknar sögðu hann hafa sigrast á krabbameininu sem hann hefur glímt við síðustu mánuði. 4. nóvember 2014 09:30 Gutierrez með krabbamein í eista Jonas Gutierrez, miðjumaður Newcastle, spilar ekki fótbolta á næstunni eftir að hafa verið greindur með krabbamein í eista. 17. september 2014 08:15 Jonas gæti byrjað að spila í lok janúar | Undraverður bati Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United, segir að Argentínumaðurinn Jonas Gutiérrez gæti byrjað að spila með aðalliði félagsins í lok janúar. 25. desember 2014 09:00 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez segir að hann muni aldrei fyrirgefa Newcastle fyrir framkomu þess eftir að hann sneri aftur að lokinni krabbameinsmeðferð í heimalandinu. Gutierrez greindist fyrst með krabbamein í eistum í september 2013 og var annað eistað fjarlægt í október það ár. Hann sneri aftur til félagsins síns, Newcastle, mánuði síðar en var lánaður til Norwich í janúar og lék með liðinu til loka tímabilsins. Fáir vissu af baráttu Gutierrez við krabbameinið fyrr en að hann greindi frá því í viðtali í september að það hefði tekið sig upp. Hann hóf geislameðferð stuttu síðar og var svo útskrifaður af sjúkrahúsi í Argentínu þann 3. nóvember. Eftir hvíld og endurhæfingu sneri miðjumaðurinn loks aftur til Newcastle og spilaði sinn fyrsta leik með félaginu eftir veikindin er hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi liðsins gegn Manchester United í byrjun mánaðarins.Gutierrez með liðsfélaganum Yoan Gouffran á æfingu Newcastle.Vísir/GettyGutierrez greindi frá því í viðtali við fjölmiðla í vikunni að hann sé afar ósáttur við þau skilaboð sem hann fékk frá Alan Pardew, þáverandi stjóra liðsins, eftir að hann hafði lokið við fyrstu krabbameinsmeðferð sína. „Ég get ekki fyrirgefið þeim fyrir hvernig það var komið fram við mig,“ sagði Gutierrez í sjónvarpsviðtali við Canal+. „Ég fór í aðgerðina í Argentínu þar sem eistað var fjarlægt. Allar rannsóknir litu vel út eftir aðgerðina og um miðjan nóvember (2013) fór ég aftur til Englands.“ „Það var svo í byrjun desember að stjórinn [Alan Pardew] sagði að það væri best fyrir mig ef ég myndi finna mér annað félag. Ég skil hvernig fótboltinn virkar og menn þurfa stundum að taka svona ákvarðanir.“Vísir/Getty„Það er deginum ljósara að félagið hugsar um eigin hagsmuni en í aðstæðum eins og þessum þá er meira sem þarf að hafa í huga. Ég var búinn að þjóna félaginu í fimm ár og ég spilaði mikið.“ Þrátt fyrir það ákvað Gutierrez að snúa aftur eftir lánssamninginn og mun hann vera í herbúðum félagsins þar til í sumar en þá rennur samningur hans við Newcastle úti. „Ég ætla að gefa allt sem ég á og vona það besta. Ég sé hlutina nú frá öðru sjónarhorni og forgangsröðunin hjá manni breytist. Það mikilvægasta í lífinu er heilsan og hamingjan.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Jonás: Mun aldrei gleyma móttökunum | Myndir Argentínumaðurinn Jonás Gutiérrez sneri aftur á fótboltavöllinn í gær þegar Newcastle United tapaði fyrir Manchester United með einu marki gegn engu á St James' Park. 5. mars 2015 17:00 Jonás Gutiérrez sigraðist á krabbanum Jonás Gutiérrez, vængmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fékk góðar fréttir á dögunum en læknar sögðu hann hafa sigrast á krabbameininu sem hann hefur glímt við síðustu mánuði. 4. nóvember 2014 09:30 Gutierrez með krabbamein í eista Jonas Gutierrez, miðjumaður Newcastle, spilar ekki fótbolta á næstunni eftir að hafa verið greindur með krabbamein í eista. 17. september 2014 08:15 Jonas gæti byrjað að spila í lok janúar | Undraverður bati Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United, segir að Argentínumaðurinn Jonas Gutiérrez gæti byrjað að spila með aðalliði félagsins í lok janúar. 25. desember 2014 09:00 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Jonás: Mun aldrei gleyma móttökunum | Myndir Argentínumaðurinn Jonás Gutiérrez sneri aftur á fótboltavöllinn í gær þegar Newcastle United tapaði fyrir Manchester United með einu marki gegn engu á St James' Park. 5. mars 2015 17:00
Jonás Gutiérrez sigraðist á krabbanum Jonás Gutiérrez, vængmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fékk góðar fréttir á dögunum en læknar sögðu hann hafa sigrast á krabbameininu sem hann hefur glímt við síðustu mánuði. 4. nóvember 2014 09:30
Gutierrez með krabbamein í eista Jonas Gutierrez, miðjumaður Newcastle, spilar ekki fótbolta á næstunni eftir að hafa verið greindur með krabbamein í eista. 17. september 2014 08:15
Jonas gæti byrjað að spila í lok janúar | Undraverður bati Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United, segir að Argentínumaðurinn Jonas Gutiérrez gæti byrjað að spila með aðalliði félagsins í lok janúar. 25. desember 2014 09:00
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn