Lífið samstarf

Góðgerðaruppboð til styrktar Mottumars

Starri Freyr Jónsson
Hafþór Júlíus Björnsson með hlýrabolinn.
Hafþór Júlíus Björnsson með hlýrabolinn.
Bland.is og Netgíró halda um þessar mundir góðgerðaruppboð í tilefni af Mottumars, sem er átaksverkefni Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum.

Uppboðið fer fram á Bland.is og er fjöldinn allur í boði, bæði vörur og einstakir viðburðir. 

Steindi Jr. og Dóri DNA.
Meðal þess sem hægt er að næla sér í má nefna áritaða treyju frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 

Þá gefur sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson, áritaðan hlýrabol.

Treyja íþróttamanns ársins 2014, körfuknattleiksmannsins Jóns Arnórs Stefánssonar verður einnig í boði en hann spilaði í henni á móti Bretum í undankeppni EM í körfubolta.

Einnig verður hægt að bjóða í kvöldstund með félögunum Steinda Jr. og Dóra DNA þar sem boðið verður upp á hina landsfrægu Eðlu. 

Það sama má segja um uppistand með grínistunum Pétri Jóhanni og Auðunni Blöndal.

Villi og Sveppi.
Þá ætla félagarnir Sveppi og Villi að bjóða upp skemmtidagskrá fyrir barnaafmæli.

Allur ágóði af uppboðinu rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Íslands og mun vera nýttur í forvarnir, fræðslu, ráðgjöf og rannsóknir.

Upplýsingar um uppboðin eru aðgengileg á Bland.is.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir uppboðið þar sem Hafþór Júlíus, eða Fjallið, lætur einn starfsmann Bland finna fyrir því.

Hafþór Júlíus gefur áritaðan bol á uppboðið

Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson) er mættur á uppboðið!Hann leggur til áritaðan Thor's Power bol sem er merkið hans. https://bland.is/til-solu/fatnadur/karlar/mottumars-hafthor-julius-aritadur-bolur/2705406/

Posted by Bland.is on Thursday, March 26, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×