Innlent

Hundrað mínútna bið eftir heimsendingu í Vesturbænum

Bjarki Ármannsson skrifar
Skyndibitastaðurinn Domino's hefur hafið heimsendingar á ný en ekki var boðið upp á þær í dag vegna veðurs.
Skyndibitastaðurinn Domino's hefur hafið heimsendingar á ný en ekki var boðið upp á þær í dag vegna veðurs. Vísir/Valli
Skyndibitastaðurinn Domino’s hefur hafið heimsendingar á ný alls staðar á landinu nema á Akranesi. Lokað var fyrir heimsendingar frá öllum útibúum keðjunnar þar til um það bil sex í kvöld vegna óveðurs og slæmrar færðar.

Þó getur enn verið talsverð bið eftir heimsendri pítsu, en lengd biðinnar veltur á því hvaðan er pantað. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveri Domino’s er lengsta biðin þessa stundina í Vesturbænum. Ef pöntuð er pítsa þaðan er von á að hún geti tekið allt að hundrað mínútur, eða tæpar tvær klukkustundir, að berast.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.