Innlent

Þorsteinn Pálsson særir leikskólakennara

Jakob Bjarnar skrifar
Það segir sitt um frægt bréf Gunnars Braga að hinum orðvara Þorsteini Pálssyni tókst að særa leikskólakennara með líkingamáli sínu.
Það segir sitt um frægt bréf Gunnars Braga að hinum orðvara Þorsteini Pálssyni tókst að særa leikskólakennara með líkingamáli sínu.
Leikskólakennurum fannst ómaklega að starfsheiðri sínum vegið en Þorsteinn Pálsson fyrrverandi Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála, í kjölfar frægs bréfs Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til ESB og lét þá skoðun óspart í ljós í þættinum Sprengisandi í gær: „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn, sem þekktur er fyrir það í gegnum tíðina að vera alveg einstaklega orðvar maður.

Þessi orð hafa fallið í afar í grýttan jarðveg meðal leiksskólakennara. „Já, leiksskólakennurum almennt finnst þetta ósmekklegt. Fannst ekki við hæfi að líkja starfsemi Grænuborgar við þennan gerning. Enda er lýðræði og mannréttindi í hávegum höfð í öllum leikskólum,“ segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leiksskólakennara: „Hann hlýtur bara að vanda sig betur næst, eigum við ekki bara að vona það?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×