Innlent

Bjartmar nýr formaður Ungra umhverfissinna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá stjórn Ungra umhverfissinna og Bjartmar, nýkjörinn formaður, er til hægri.
Hér má sjá stjórn Ungra umhverfissinna og Bjartmar, nýkjörinn formaður, er til hægri.
Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar, var kjörinn formaður Ungra umhverfissinna á aðalfundi félagsins.

Ný stjórn félagsins skipa: Bjartmar Alexandersson, formaður, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, varamaður, Lilja Björg Jökulsdóttir, varamaður, Ingvar Þór Björnsson, meðstjórnandi, Rakel G. Brandt, meðstjórnandi, Pál Z. Pálsson, meðstjórnandi  og Erla Guðný Helgadóttir, meðstjórnandi.

Félagið Ungir umhverfissinnar, stofnað árið 2013, er vettvangur ungs fólks sem vill láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Félagið leggur áherslu á upplýsta umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi.

Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum kemur fram að félagið bendli sig ekki við neina stjórnmálaflokka og sé opið ungu fólki á aldrinum 15 til 35 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×