Austur er og verður áfram opinn Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2015 19:25 Vísir/Vilhelm/Pjetur Ásgeir Kolbeinsson, einn eigandi skemmtistaðarins Austur, segir það ekki vera rétt að rekstur staðarins sé ólöglegur. Kamran Keivalou hélt því fram fyrr í dag, eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík sendi Ásgeiri ábendingu um að annað fyrirtæki geti ekki séð um veitingasölu á Austur. Bréf sýslumanns var unnið upp úr ábendingu frá Kamran, sem Ásgeir segir að viti greinilega ekki hvernig starfsemi sé háttað í fyrirtækinu. „Það eina sem er rétt í þessu er að sýslumaðurinn sendi bréf og hann gerði það á föstudaginn,“ segir Ásgeir Kolbeins í samtali við Vísi. „Hann sendi áminningu á okkur um að eina fyrirtækið sem mætti reka Austur væri 101 Austurstræti. Fyrir okkur voru það engar nýjar fréttir enda er það félagið sem að sér um reksturinn.“ „Það er ekkert ólöglegt í því að kaupa verktakaþjónustu af greiðsluleið. Þetta engu að síður fór ekki þannig til sýslumannsins. Kamran sendi inn að það væri eitthvað ólöglegt í gangi og annað fyrirtæki í rekstri þarna inni og býr til fjaðrafok.“ Í framhaldi af því segist Ásgeir hafa fundað með sýslumanni og að sýslumaður hafi tekið við gögnum frá honum. „Hann er enn að skoða þau gögn og hefur ekki úrskurðað eitt né neitt. Það að rekstur Austur sé ólöglegur og það sé einhver sigur fyrir Kamran, er eins langt frá sannleikanum og hægt er,“ segir Ásgeir. Hann segir að Austur sé og verði áfram opinn eins og ekkert hafi í skorist. Tengdar fréttir „Mikill sigur fyrir mig“ "Þetta er mikill sigur fyrir mig,“ segir Kamran Keivalou, einn eiganda skemmtistaðarins Austur. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt skemmtistaðnum Austur skriflega viðvörun vegna leyfislausrar starfsemi. 19. mars 2015 17:00 Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Kamran Keivalou, einn eigenda Austurs, segir ekkert til í ásökunum meðeiganda síns. 16. mars 2015 21:14 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson, einn eigandi skemmtistaðarins Austur, segir það ekki vera rétt að rekstur staðarins sé ólöglegur. Kamran Keivalou hélt því fram fyrr í dag, eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík sendi Ásgeiri ábendingu um að annað fyrirtæki geti ekki séð um veitingasölu á Austur. Bréf sýslumanns var unnið upp úr ábendingu frá Kamran, sem Ásgeir segir að viti greinilega ekki hvernig starfsemi sé háttað í fyrirtækinu. „Það eina sem er rétt í þessu er að sýslumaðurinn sendi bréf og hann gerði það á föstudaginn,“ segir Ásgeir Kolbeins í samtali við Vísi. „Hann sendi áminningu á okkur um að eina fyrirtækið sem mætti reka Austur væri 101 Austurstræti. Fyrir okkur voru það engar nýjar fréttir enda er það félagið sem að sér um reksturinn.“ „Það er ekkert ólöglegt í því að kaupa verktakaþjónustu af greiðsluleið. Þetta engu að síður fór ekki þannig til sýslumannsins. Kamran sendi inn að það væri eitthvað ólöglegt í gangi og annað fyrirtæki í rekstri þarna inni og býr til fjaðrafok.“ Í framhaldi af því segist Ásgeir hafa fundað með sýslumanni og að sýslumaður hafi tekið við gögnum frá honum. „Hann er enn að skoða þau gögn og hefur ekki úrskurðað eitt né neitt. Það að rekstur Austur sé ólöglegur og það sé einhver sigur fyrir Kamran, er eins langt frá sannleikanum og hægt er,“ segir Ásgeir. Hann segir að Austur sé og verði áfram opinn eins og ekkert hafi í skorist.
Tengdar fréttir „Mikill sigur fyrir mig“ "Þetta er mikill sigur fyrir mig,“ segir Kamran Keivalou, einn eiganda skemmtistaðarins Austur. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt skemmtistaðnum Austur skriflega viðvörun vegna leyfislausrar starfsemi. 19. mars 2015 17:00 Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Kamran Keivalou, einn eigenda Austurs, segir ekkert til í ásökunum meðeiganda síns. 16. mars 2015 21:14 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
„Mikill sigur fyrir mig“ "Þetta er mikill sigur fyrir mig,“ segir Kamran Keivalou, einn eiganda skemmtistaðarins Austur. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt skemmtistaðnum Austur skriflega viðvörun vegna leyfislausrar starfsemi. 19. mars 2015 17:00
Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23
Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Kamran Keivalou, einn eigenda Austurs, segir ekkert til í ásökunum meðeiganda síns. 16. mars 2015 21:14
Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48