„Mikill sigur fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2015 17:00 Kamran Keivalou er ánægður með ákvörðun Sýslumannsins. vísir/pjetur/vilhelm Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt skemmtistaðnum Austur skriflega viðvörun vegna leyfislausrar starfsemi. „Þetta er mikill sigur fyrir mig,“ segir KamranKeivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur sem hefur staðið í deilum við Ásgeir Kolbeinsson, meðeiganda staðarins, um reksturinn um nokkurt skeið.Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni „Ásgeir hefur því verið með ólöglegan rekstur á Austur og það er það sem ég hef verið að segja allan þennan tíma,“ segir Kamran. Hann segir að áfengi hafi verið selt ólöglega inni á staðnum. „Þetta hef ég fengið staðfest, hann er ekki með tilskilin leyfi.“ Félag Kamran, AlfacomGeneralTrading, gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur staðarins, haustið 2013. Þá lét hann loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfarið stofnaði Ásgeir annað félag, Austurstræti 5, sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs.Sjá einnig: Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Vínveitingaleyfið er hins vegar skráð á 101 Austurstræti og það hafa forsvarsmenn Alfacom ekki viljað sætta sig við. Fóru þeir því þess á leit við lögreglu og sýslumann að rekstrinum yrði lokað þar sem félagið hafði hvorki leyfi til reksturs skemmtistaðarins né gildan leigusamning. Í bréfi Sýslumannsins segir orðrétt: „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem leyfisveitandi á grundvelli 3. mgr. 7. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald veiti yður skriflega aðvörun vegna leyfislausra starfsemi.“ Sjá einnig: Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“Sýslumaðurinn hefur því staðfest það að enginn annar en 101 Austurstræti, getur starfað áfram í húsnæði Austurs á grundvelli áfengisleyfisins. Í bréfi sýslumanns segir einnig: „Vakin er athygli á að samkvæmt 23. gr. laga nr. 85/2007 skal lögreglustjóri án fyrirvara eða aðvörunar stöðva leyfisskylda starfsemi sem fer fram án tilskilins leyfi.“ Kamran segist vilja stöðva reksturinn. „Ég vil því að Austri verði lokað og að lögreglan fari á staðinn til að stöðva allan rekstur,“ segir hann. Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Kamran Keivalou, einn eigenda Austurs, segir ekkert til í ásökunum meðeiganda síns. 16. mars 2015 21:14 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt skemmtistaðnum Austur skriflega viðvörun vegna leyfislausrar starfsemi. „Þetta er mikill sigur fyrir mig,“ segir KamranKeivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur sem hefur staðið í deilum við Ásgeir Kolbeinsson, meðeiganda staðarins, um reksturinn um nokkurt skeið.Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni „Ásgeir hefur því verið með ólöglegan rekstur á Austur og það er það sem ég hef verið að segja allan þennan tíma,“ segir Kamran. Hann segir að áfengi hafi verið selt ólöglega inni á staðnum. „Þetta hef ég fengið staðfest, hann er ekki með tilskilin leyfi.“ Félag Kamran, AlfacomGeneralTrading, gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur staðarins, haustið 2013. Þá lét hann loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfarið stofnaði Ásgeir annað félag, Austurstræti 5, sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs.Sjá einnig: Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Vínveitingaleyfið er hins vegar skráð á 101 Austurstræti og það hafa forsvarsmenn Alfacom ekki viljað sætta sig við. Fóru þeir því þess á leit við lögreglu og sýslumann að rekstrinum yrði lokað þar sem félagið hafði hvorki leyfi til reksturs skemmtistaðarins né gildan leigusamning. Í bréfi Sýslumannsins segir orðrétt: „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem leyfisveitandi á grundvelli 3. mgr. 7. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald veiti yður skriflega aðvörun vegna leyfislausra starfsemi.“ Sjá einnig: Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“Sýslumaðurinn hefur því staðfest það að enginn annar en 101 Austurstræti, getur starfað áfram í húsnæði Austurs á grundvelli áfengisleyfisins. Í bréfi sýslumanns segir einnig: „Vakin er athygli á að samkvæmt 23. gr. laga nr. 85/2007 skal lögreglustjóri án fyrirvara eða aðvörunar stöðva leyfisskylda starfsemi sem fer fram án tilskilins leyfi.“ Kamran segist vilja stöðva reksturinn. „Ég vil því að Austri verði lokað og að lögreglan fari á staðinn til að stöðva allan rekstur,“ segir hann.
Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Kamran Keivalou, einn eigenda Austurs, segir ekkert til í ásökunum meðeiganda síns. 16. mars 2015 21:14 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23
Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Kamran Keivalou, einn eigenda Austurs, segir ekkert til í ásökunum meðeiganda síns. 16. mars 2015 21:14
Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48