Sérsveitin í útkalli á Suðurlandi: Kona miðaði byssu á 18 ára pilt Stefán Árni Pálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. mars 2015 12:21 Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir að sérsveitin hafi verið kölluð út. Vísir/Jack Hrafnkell Búið er að handtaka konuna sem miðaði byssu á gangandi vegfaranda á Selfossi fyrr í dag. Sérsveitarmenn voru sendir á vettvang en samkvæmt upplýsingum Vísis miðaði konan byssu á 18 ára pilt sem var að ganga í skólann í morgun. Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri.Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða.Konan er stödd í fjölbýlishúsi við Ástjörn á Selfossi.Vísir/map.isYfirlögregluþjónninn segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Það er ekki komið svo langt að menn geti gefið út neina yfirlýsingu um það,“ segir hann. „Mér finnst það nú svona líklegra að í rauninni séu þetta einhverjir sjúkdómar sem þarna koma að.“ Ógnaði 18 ára nemanda í FSU „Sonur minn var í á leiðinni í leikfimitíma þegar bíll stöðvar fyrir framan hann og kona dregur fram byssu og öskrar á hann bamm, bamm,“ segir faðir átján ára nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í samtali við Vísi í morgun. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu í morgun. „Hún miðaði byssunni að stráknum sem hljóp strax í burtu og faldi sig inni í runna.“ Maðurinn sagði þá að umsátursástands væri fyrir utan blokk konunnar við Ástjörn á Selfossi. Hún hafi áður komið við sögu hjá lögreglu en síðasta sumar mun hún hafa otað hnífi að fólki á Selfossi.Ástjörn 9 á Selfossi.mynd/skjáskot af ja.is„Lögreglan brást mjög vel við og ræddi við drenginn minn í dágóða stund. Hann ákvað síðar að fara aftur í skólann, þrátt fyrir að vera nokkuð skelkaður.“Með viðbúnað inni í blokkinni Íbúi í blokkinni sagði í samtali við Vísi rétt áður en að konan var handtekin að lögregluþjónar væru á stigaganginum í húsinu og fyrir utan. „Þeir eru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar á stigaganginum og bíll niðri á stæði og sjúkrabíll úti á horni,“ sagði Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við Vísi. „Þeir standa bara hérna uppi í tröppunum.“Ert þú með upplýsingar? Hafðu samband í síma 5125100 eða sendu póst á ritstjorn@visir.isHér má sjá blokkina sem konan býr í.vísir/böddiVísirLögreglan var umtalsverðan tíma á svæðinu.vísirSérsveitin að störfum.vísirPost by Lögreglan á Suðurlandi. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Búið er að handtaka konuna sem miðaði byssu á gangandi vegfaranda á Selfossi fyrr í dag. Sérsveitarmenn voru sendir á vettvang en samkvæmt upplýsingum Vísis miðaði konan byssu á 18 ára pilt sem var að ganga í skólann í morgun. Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri.Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða.Konan er stödd í fjölbýlishúsi við Ástjörn á Selfossi.Vísir/map.isYfirlögregluþjónninn segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Það er ekki komið svo langt að menn geti gefið út neina yfirlýsingu um það,“ segir hann. „Mér finnst það nú svona líklegra að í rauninni séu þetta einhverjir sjúkdómar sem þarna koma að.“ Ógnaði 18 ára nemanda í FSU „Sonur minn var í á leiðinni í leikfimitíma þegar bíll stöðvar fyrir framan hann og kona dregur fram byssu og öskrar á hann bamm, bamm,“ segir faðir átján ára nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í samtali við Vísi í morgun. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu í morgun. „Hún miðaði byssunni að stráknum sem hljóp strax í burtu og faldi sig inni í runna.“ Maðurinn sagði þá að umsátursástands væri fyrir utan blokk konunnar við Ástjörn á Selfossi. Hún hafi áður komið við sögu hjá lögreglu en síðasta sumar mun hún hafa otað hnífi að fólki á Selfossi.Ástjörn 9 á Selfossi.mynd/skjáskot af ja.is„Lögreglan brást mjög vel við og ræddi við drenginn minn í dágóða stund. Hann ákvað síðar að fara aftur í skólann, þrátt fyrir að vera nokkuð skelkaður.“Með viðbúnað inni í blokkinni Íbúi í blokkinni sagði í samtali við Vísi rétt áður en að konan var handtekin að lögregluþjónar væru á stigaganginum í húsinu og fyrir utan. „Þeir eru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar á stigaganginum og bíll niðri á stæði og sjúkrabíll úti á horni,“ sagði Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við Vísi. „Þeir standa bara hérna uppi í tröppunum.“Ert þú með upplýsingar? Hafðu samband í síma 5125100 eða sendu póst á ritstjorn@visir.isHér má sjá blokkina sem konan býr í.vísir/böddiVísirLögreglan var umtalsverðan tíma á svæðinu.vísirSérsveitin að störfum.vísirPost by Lögreglan á Suðurlandi.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira