Sérsveitin í útkalli á Suðurlandi: Kona miðaði byssu á 18 ára pilt Stefán Árni Pálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. mars 2015 12:21 Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir að sérsveitin hafi verið kölluð út. Vísir/Jack Hrafnkell Búið er að handtaka konuna sem miðaði byssu á gangandi vegfaranda á Selfossi fyrr í dag. Sérsveitarmenn voru sendir á vettvang en samkvæmt upplýsingum Vísis miðaði konan byssu á 18 ára pilt sem var að ganga í skólann í morgun. Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri.Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða.Konan er stödd í fjölbýlishúsi við Ástjörn á Selfossi.Vísir/map.isYfirlögregluþjónninn segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Það er ekki komið svo langt að menn geti gefið út neina yfirlýsingu um það,“ segir hann. „Mér finnst það nú svona líklegra að í rauninni séu þetta einhverjir sjúkdómar sem þarna koma að.“ Ógnaði 18 ára nemanda í FSU „Sonur minn var í á leiðinni í leikfimitíma þegar bíll stöðvar fyrir framan hann og kona dregur fram byssu og öskrar á hann bamm, bamm,“ segir faðir átján ára nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í samtali við Vísi í morgun. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu í morgun. „Hún miðaði byssunni að stráknum sem hljóp strax í burtu og faldi sig inni í runna.“ Maðurinn sagði þá að umsátursástands væri fyrir utan blokk konunnar við Ástjörn á Selfossi. Hún hafi áður komið við sögu hjá lögreglu en síðasta sumar mun hún hafa otað hnífi að fólki á Selfossi.Ástjörn 9 á Selfossi.mynd/skjáskot af ja.is„Lögreglan brást mjög vel við og ræddi við drenginn minn í dágóða stund. Hann ákvað síðar að fara aftur í skólann, þrátt fyrir að vera nokkuð skelkaður.“Með viðbúnað inni í blokkinni Íbúi í blokkinni sagði í samtali við Vísi rétt áður en að konan var handtekin að lögregluþjónar væru á stigaganginum í húsinu og fyrir utan. „Þeir eru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar á stigaganginum og bíll niðri á stæði og sjúkrabíll úti á horni,“ sagði Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við Vísi. „Þeir standa bara hérna uppi í tröppunum.“Ert þú með upplýsingar? Hafðu samband í síma 5125100 eða sendu póst á ritstjorn@visir.isHér má sjá blokkina sem konan býr í.vísir/böddiVísirLögreglan var umtalsverðan tíma á svæðinu.vísirSérsveitin að störfum.vísirPost by Lögreglan á Suðurlandi. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Búið er að handtaka konuna sem miðaði byssu á gangandi vegfaranda á Selfossi fyrr í dag. Sérsveitarmenn voru sendir á vettvang en samkvæmt upplýsingum Vísis miðaði konan byssu á 18 ára pilt sem var að ganga í skólann í morgun. Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri.Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða.Konan er stödd í fjölbýlishúsi við Ástjörn á Selfossi.Vísir/map.isYfirlögregluþjónninn segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Það er ekki komið svo langt að menn geti gefið út neina yfirlýsingu um það,“ segir hann. „Mér finnst það nú svona líklegra að í rauninni séu þetta einhverjir sjúkdómar sem þarna koma að.“ Ógnaði 18 ára nemanda í FSU „Sonur minn var í á leiðinni í leikfimitíma þegar bíll stöðvar fyrir framan hann og kona dregur fram byssu og öskrar á hann bamm, bamm,“ segir faðir átján ára nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í samtali við Vísi í morgun. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu í morgun. „Hún miðaði byssunni að stráknum sem hljóp strax í burtu og faldi sig inni í runna.“ Maðurinn sagði þá að umsátursástands væri fyrir utan blokk konunnar við Ástjörn á Selfossi. Hún hafi áður komið við sögu hjá lögreglu en síðasta sumar mun hún hafa otað hnífi að fólki á Selfossi.Ástjörn 9 á Selfossi.mynd/skjáskot af ja.is„Lögreglan brást mjög vel við og ræddi við drenginn minn í dágóða stund. Hann ákvað síðar að fara aftur í skólann, þrátt fyrir að vera nokkuð skelkaður.“Með viðbúnað inni í blokkinni Íbúi í blokkinni sagði í samtali við Vísi rétt áður en að konan var handtekin að lögregluþjónar væru á stigaganginum í húsinu og fyrir utan. „Þeir eru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar á stigaganginum og bíll niðri á stæði og sjúkrabíll úti á horni,“ sagði Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við Vísi. „Þeir standa bara hérna uppi í tröppunum.“Ert þú með upplýsingar? Hafðu samband í síma 5125100 eða sendu póst á ritstjorn@visir.isHér má sjá blokkina sem konan býr í.vísir/böddiVísirLögreglan var umtalsverðan tíma á svæðinu.vísirSérsveitin að störfum.vísirPost by Lögreglan á Suðurlandi.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira