Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2015 20:00 Fjögur skemmtiferðaskip koma hingað til lands síðar í mánuðinum sérstaklega svo þúsundir farþega geti fylgst með sólmyrkva hinn 20. mars. Þá hafa stjörnuáhugamenn flutt inn mikið magn sérstakra gleraugna til að fólk njóti sólmyrkvans betur. Mikill áhugi er á deildarmyrkva á sólu sem verður hinn 20. mars næst komandi og mun, ef veður leyfir, sjást mjög vel á Íslandi. Þúsundir manna eru á leið til landsins með skemmtiferðarskipum vegna þessa, eða með fyrri skipunum, því venjulega leggja þau ekki leið sína hingað til lands svo snemma. „Það er út af sólmyrkvanum já. Fjögur skip með samtals 3.500 farþega. Þetta er óvenju snemma því yfirleitt byrjar þetta tímabil í maí og nær hámarki í júní, júlí og ágúst,“ segir Björn Einarsson framkvæmdastjóri TVG Zimsen. En fyrirtækið sér um að þjóna nánast öllum skemmtiferðaskipum sem koma til landsins og segir hann mikla fjölgun þeirra framundan í sumar.En það er búið að vera leiðindatíð að undanförnu þannig að þessir farþegar eru að taka nokkra áhættu með því að koma til Íslands og sjá sólmyrkvann? „Já, ég vona að þeir séu ekki að taka forskot á sæluna með íslenskt sumar. En það er sólmyrkvinn sem heillar en svo koma skemmtiferðaskipin með sumar og sól yfir hásumarið hjá okkur,“ segir Björn í slagviðrinu niður á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem mörg skemmtiferðaskipanna leggjast upp að. Og það eru fleiri sem veðja á góð veðurskilyrði því ungir stjörnuskoðunarmenn sem standa á bakvið stjörnufræðivefinn hafa flutt inn 66 þúsund gleraugu sem fylla heilan bílskúr og hjálpa fólki við að njóta sólmyrkvans. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að fimmtíu þúsund gleraugu verði gefin til grunnskólabarna en það sem eftir er verður selt til að standa undir kaupunum, m.a. í Kringlunni um helgina. Fréttamaður setti upp gleraugun í bílskúrnum hjá Sævari Helga og og sá eðlilega ekki neitt. En hvernig hjálpa þessi gleraugu fólki að sjá sólmyrkvann? „Þessi gleraugu hjálpa okkur þannig að þau sía burt 99 prósent sólarljóssins og hleypa ekki í gegn hættulegu geislunum eins og útfjólubláu og innrauðu ljósi. Þannig að það er 100 prósent öruggt að skoða myrkvann með svona gleraugum,“ segir Sævar Helgi. Tunglið byrjar að skríða fyrir sólu um klukkan tuttugu mínútur fyrir níu föstudagsmorguninn 20. mars og tekur ferlið tæpa tvo tíma að sögn Sævars Helga. Og það er ekki að undra að deildarmyrkvinn trekki að því hann gerist ekki svo oft en með gleraugnagjöfinni til grunnskólakrakka vilja menn reyna að efla áhuga barna á vísindum. „Já, ég held að það sé gott málefni alla vega. Ég held að krakkar þurfi að fá smá hvatningu og gera eitthvað öðruvísi. Það hefur náttúrlega ekki sést svona mikill myrkvi í 61 ár. Næst verður það ekki fyrr en árið 2026. Þannig að ef einhvern tímann er tækifæri þá er það núna,“ segir Sævar Helgi. En myrkvinn í þessum mánuði verður deildarmyrkvi frá Íslandi séð en árið 2026 verður hins vegar hægt að sjá almyrkva á sólu frá Íslandi. Nánar má kynna sér sólmyrkvann á www.stjornufraedi.is. Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Fjögur skemmtiferðaskip koma hingað til lands síðar í mánuðinum sérstaklega svo þúsundir farþega geti fylgst með sólmyrkva hinn 20. mars. Þá hafa stjörnuáhugamenn flutt inn mikið magn sérstakra gleraugna til að fólk njóti sólmyrkvans betur. Mikill áhugi er á deildarmyrkva á sólu sem verður hinn 20. mars næst komandi og mun, ef veður leyfir, sjást mjög vel á Íslandi. Þúsundir manna eru á leið til landsins með skemmtiferðarskipum vegna þessa, eða með fyrri skipunum, því venjulega leggja þau ekki leið sína hingað til lands svo snemma. „Það er út af sólmyrkvanum já. Fjögur skip með samtals 3.500 farþega. Þetta er óvenju snemma því yfirleitt byrjar þetta tímabil í maí og nær hámarki í júní, júlí og ágúst,“ segir Björn Einarsson framkvæmdastjóri TVG Zimsen. En fyrirtækið sér um að þjóna nánast öllum skemmtiferðaskipum sem koma til landsins og segir hann mikla fjölgun þeirra framundan í sumar.En það er búið að vera leiðindatíð að undanförnu þannig að þessir farþegar eru að taka nokkra áhættu með því að koma til Íslands og sjá sólmyrkvann? „Já, ég vona að þeir séu ekki að taka forskot á sæluna með íslenskt sumar. En það er sólmyrkvinn sem heillar en svo koma skemmtiferðaskipin með sumar og sól yfir hásumarið hjá okkur,“ segir Björn í slagviðrinu niður á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem mörg skemmtiferðaskipanna leggjast upp að. Og það eru fleiri sem veðja á góð veðurskilyrði því ungir stjörnuskoðunarmenn sem standa á bakvið stjörnufræðivefinn hafa flutt inn 66 þúsund gleraugu sem fylla heilan bílskúr og hjálpa fólki við að njóta sólmyrkvans. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að fimmtíu þúsund gleraugu verði gefin til grunnskólabarna en það sem eftir er verður selt til að standa undir kaupunum, m.a. í Kringlunni um helgina. Fréttamaður setti upp gleraugun í bílskúrnum hjá Sævari Helga og og sá eðlilega ekki neitt. En hvernig hjálpa þessi gleraugu fólki að sjá sólmyrkvann? „Þessi gleraugu hjálpa okkur þannig að þau sía burt 99 prósent sólarljóssins og hleypa ekki í gegn hættulegu geislunum eins og útfjólubláu og innrauðu ljósi. Þannig að það er 100 prósent öruggt að skoða myrkvann með svona gleraugum,“ segir Sævar Helgi. Tunglið byrjar að skríða fyrir sólu um klukkan tuttugu mínútur fyrir níu föstudagsmorguninn 20. mars og tekur ferlið tæpa tvo tíma að sögn Sævars Helga. Og það er ekki að undra að deildarmyrkvinn trekki að því hann gerist ekki svo oft en með gleraugnagjöfinni til grunnskólakrakka vilja menn reyna að efla áhuga barna á vísindum. „Já, ég held að það sé gott málefni alla vega. Ég held að krakkar þurfi að fá smá hvatningu og gera eitthvað öðruvísi. Það hefur náttúrlega ekki sést svona mikill myrkvi í 61 ár. Næst verður það ekki fyrr en árið 2026. Þannig að ef einhvern tímann er tækifæri þá er það núna,“ segir Sævar Helgi. En myrkvinn í þessum mánuði verður deildarmyrkvi frá Íslandi séð en árið 2026 verður hins vegar hægt að sjá almyrkva á sólu frá Íslandi. Nánar má kynna sér sólmyrkvann á www.stjornufraedi.is. Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira