Jón Steinar vill Egil Helgason af dagskrá RÚV Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2015 13:14 Jón Steinar segir Egil Egill er hávaðasaman boðbera pólitísks rétttrúnaðar á Íslandi sem misnoti vald sitt. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ritar harðskeyttan bloggpistil þar sem hann beinir spjótum sínum að sjónvarpsmanninum Agli Helgasyni. Jón Steinar vill meina að Egill misnoti vald sitt sem helsti umfjallandi bókmennta á Íslandi, þá sem umsjónarmaður bókmenntaþáttarins Kiljan í Ríkissjónvarpinu. „Enginn þarf að efast um að dr. Egill er hávaðasamur boðberi pólitísks rétttrúnaðar á Íslandi og hefur alltaf sömu höfunda í hávegum í þáttum sínum í ríkisfjölmiðlinum. Þeir höfundar eru flestir steyptir í sama pólitíska mótinu. Það er kominn tími til að loka fyrir trúboð dr. Egils Helgasonar í ríkisútvarpinu. Þó að fyrr hefði verið!“ Jón Steinar leggur út af kvikmyndinni Birdman þar sem við sögu kemur gagnrýnandi Times sem hefur í hótunum við stjórnanda leikverks um að eyðileggja það með ritdómi sínum þó gagnrýnandinn hafi ekki séð verkið. Jón Steinar telur einsýnt að þeir sem völdu Birdman sem bestu myndina við síðustu Óskarsverðlaunaafhendingu þekki dæmi um framferði áhrifamikilla gagnrýnenda á borð við það sem myndin lýsir. „Það gerum við líka á Íslandi,“ segir Jón Steinar. „Dr. Egill er þessi eldri kona hér á landi. Hann er gagnrýnandinn sem með sjónvarpsþáttum sínum oft ræður því hvort birt listaverk hljóti náð fyrir augum almennings.“ Vísir reyndi að ná tali af Agli Helgasyni, til að spyrja hann um afstöðu hans til pistils Jóns Steinars, en án árangurs. Víst er að Jón Steinar hefur sitthvað til síns máls hvað varðar áhrifavald Egils. Í nýlegri úttekt DV um helsta áhrifafólk á Íslandi í þeim efnum sem snúa að menningarmálum er Egill þar ofarlega á blaði og Jóhann Páll Valdimarsson, forstjóri Forlagsins, hefur sagt að bókabransinn nötri á beinunum – gengi bóka ræðst af því hvort og hvernig tökum Egill tekur þær. Jón Steinar sendi frá sér bók fyrir síðustu jól, Í krafti sannfæringar, en sú bók var ekki tekin til umfjöllunar af Agli. Víst er að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum, en við þann flokk er Jón Steinar jafnan kenndur, hafa Egil ekki í hávegum. Vísir fjallaði nýverið um það þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur beint mjög spjótum sínum að Agli í Staksteinaskrifum, og hæðst að honum. Undir þetta hefur svo Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins tekið. Þau skrif eru að vísu sett fram nafnlaus en slík skrif eru á ábyrgð ritstjórans. Tengdar fréttir Egill dreginn sundur og saman í nöpru háði Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson gera gys að Agli Helgasyni: Segja hann hafa kollhnís af hneykslan sem mega heita töluverð viðbrögð af hans hálfu. 23. febrúar 2015 13:49 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ritar harðskeyttan bloggpistil þar sem hann beinir spjótum sínum að sjónvarpsmanninum Agli Helgasyni. Jón Steinar vill meina að Egill misnoti vald sitt sem helsti umfjallandi bókmennta á Íslandi, þá sem umsjónarmaður bókmenntaþáttarins Kiljan í Ríkissjónvarpinu. „Enginn þarf að efast um að dr. Egill er hávaðasamur boðberi pólitísks rétttrúnaðar á Íslandi og hefur alltaf sömu höfunda í hávegum í þáttum sínum í ríkisfjölmiðlinum. Þeir höfundar eru flestir steyptir í sama pólitíska mótinu. Það er kominn tími til að loka fyrir trúboð dr. Egils Helgasonar í ríkisútvarpinu. Þó að fyrr hefði verið!“ Jón Steinar leggur út af kvikmyndinni Birdman þar sem við sögu kemur gagnrýnandi Times sem hefur í hótunum við stjórnanda leikverks um að eyðileggja það með ritdómi sínum þó gagnrýnandinn hafi ekki séð verkið. Jón Steinar telur einsýnt að þeir sem völdu Birdman sem bestu myndina við síðustu Óskarsverðlaunaafhendingu þekki dæmi um framferði áhrifamikilla gagnrýnenda á borð við það sem myndin lýsir. „Það gerum við líka á Íslandi,“ segir Jón Steinar. „Dr. Egill er þessi eldri kona hér á landi. Hann er gagnrýnandinn sem með sjónvarpsþáttum sínum oft ræður því hvort birt listaverk hljóti náð fyrir augum almennings.“ Vísir reyndi að ná tali af Agli Helgasyni, til að spyrja hann um afstöðu hans til pistils Jóns Steinars, en án árangurs. Víst er að Jón Steinar hefur sitthvað til síns máls hvað varðar áhrifavald Egils. Í nýlegri úttekt DV um helsta áhrifafólk á Íslandi í þeim efnum sem snúa að menningarmálum er Egill þar ofarlega á blaði og Jóhann Páll Valdimarsson, forstjóri Forlagsins, hefur sagt að bókabransinn nötri á beinunum – gengi bóka ræðst af því hvort og hvernig tökum Egill tekur þær. Jón Steinar sendi frá sér bók fyrir síðustu jól, Í krafti sannfæringar, en sú bók var ekki tekin til umfjöllunar af Agli. Víst er að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum, en við þann flokk er Jón Steinar jafnan kenndur, hafa Egil ekki í hávegum. Vísir fjallaði nýverið um það þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur beint mjög spjótum sínum að Agli í Staksteinaskrifum, og hæðst að honum. Undir þetta hefur svo Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins tekið. Þau skrif eru að vísu sett fram nafnlaus en slík skrif eru á ábyrgð ritstjórans.
Tengdar fréttir Egill dreginn sundur og saman í nöpru háði Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson gera gys að Agli Helgasyni: Segja hann hafa kollhnís af hneykslan sem mega heita töluverð viðbrögð af hans hálfu. 23. febrúar 2015 13:49 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Egill dreginn sundur og saman í nöpru háði Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson gera gys að Agli Helgasyni: Segja hann hafa kollhnís af hneykslan sem mega heita töluverð viðbrögð af hans hálfu. 23. febrúar 2015 13:49