Innlent

Nýtt húsnæði fyrir fatlaða í Kópavogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá vinstri: Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar, Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Jón Ingi Guðmundsson, deildarstjóri á umhverfissviði, Gunnsteinn Sigurðsson, formaður félagsmálaráðs og Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs.
Frá vinstri: Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar, Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Jón Ingi Guðmundsson, deildarstjóri á umhverfissviði, Gunnsteinn Sigurðsson, formaður félagsmálaráðs og Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs.
Velferðasviði Kópavogsbæjar voru í dag afhentir lyklar að Austurkór 3 sem er íbúðakjarni fyrir fatlaða. Af því tilefni var opið hús og gafst gestum tækifæri til þess að skoða húsnæðið áður en því verður ráðstafað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Í Austurkór eru sex íbúðir ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn sem veita íbúum þjónustu allan sólarhringinn. Íbúarnir flytja í íbúðirnar í haust. Tekin var ákvörðun um uppbyggingu á búsetu með sólarhringsþjónustu fyrir allt að tíu einstaklinga árið 2012, í samræmi við samþykkta áætlun um búsetuúrræði hófust framkvæmdir þá þegar. Í september 2013 voru fjórar íbúðir í íbúðarkjarna á Kópavogsbraut afhentar og nú eru afhentar sex íbúðir. Að auki er fjórar þjónustuíbúðir í byggingu sem afhentar verða um miðbik næsta árs.

Austurkór 3.mynd/aðsend
Gunnsteinn Sigurðsson formaður félagsmálaráðs Kópavogs greindi frá uppbyggingu á búsetuúrræðum í Kópavogi við vígslu hússins í dag. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti svo Guðlaugu Ósk Gísladóttur yfirmanni þjónustudeildar fatlaðra lykla að húsnæðinu. 

„Það er ánægjulegt að fá að afhenda þetta glæsilega hús sem er mikilvægur áfangi í félagsþjónustu bæjarins,“ sagði hann við tækifærið. Þess má geta að Austurkór 3 mun til haustsins verða heimili sex einhverfra einstaklinga á meðan húsnæði þeirra í Dimmuhvarfi verður endurbætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×