Innlent

Veikleikar í dreifikerfi raforku hamla atvinnustarfsemi

Heimir Már Pétursson skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti ávarp á þinginu í dag.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti ávarp á þinginu í dag. Vísir/GVA
Veikleikar í dreifikerfi raforku um landið stendur þróun atvinnustarfsemi víða um land fyrir þrifum.  Á aðalfundi Samorku í dag var fjallað um þetta vandamál og hvaða lausnir væru mögulegar.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði í ávarpi á þinginu í dag að áætlanir um úrbætur væru í mótun og fagnaði einnig tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að fjölga virkjanakostum í rammaáætlun.

Í erindum sem haldin voru á fundinum kom fram að raforkukerfið væri ekki hringtengt og afhendingaröryggi raforku væri víða ábótavant. Þetta hamlaði atvinnustarfsemi af ýmsum toga og skapaði óöryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×