Innlent

Fullkomið skíðaveður víða um land

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd frá Hlíðarfjalli í dag.
Mynd frá Hlíðarfjalli í dag. Mynd/Skíðasvæðið Hlíðarfjalli
Skíðafæri víða um land er nú með því allra besta sem gerist. Vetrarfrí er í flestum grunnskólum landsins um þessar mundir og hefur mikill fjöldi fólks lagt leið sína í brekkur Hlíðafjalls á Akureyri.

„Dagurinn er búinn að vera alveg geggjaður,“ segir starfsmaður Hlíðarfjalls. „Það eru mjög margir í fjallinu, alveg logn, glampandi sól og níu gráðu frost.“

Opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan fjögur í dag og sama gildir um skíðasvæði Dalvíkur og Tindastóls. Alls staðar er spáð logni, sólskini og um það bil tíu gráðu frosti.

Þá segir á Facebook-síðu Bláfjalla að dagurinn í dag sé „einn fallegasti dagur sem við höfum séð lengi.“ Opið verður í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan fimm en þar er skíðafærið sagt frábært, snjórinn troðinn og pakkaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×